Fasteignasalarnir Vernharð Þorleifsson og Magga Gísladóttir kynna 145,1 fm endaraðhús á einni hæð ásamt 32,6 fm innbyggðum bílskúr, samtals 177,7 fm, byggt 2007.
Eignin, sem er í þriggja húsa lengju, er staðsteypt og er á tveimur pöllum sem gefa henni skemmtilegan karakter.
Gólfhiti er í húsinu og hiti í stéttum og bílaplani.
Afgirtur garður og sólpallur umlykur húsið þaðan sem er fallegt útsýni til vesturs og norður að Esjunni.
Frekari upplýsingar veita Vernharð Þorleifsson löggiltur fasteignasali í síma 699-7372 / venni@remax.is og Magga Gísladóttir löggiltur fasteignasali í síma 698-7494 / magga@remax.isKíktu í heimsókn til okkar á Facebook eða
á InstagramNánari lýsing.
Forstofan er með flísalagt gólf og þar er fataskápur.
Úr forstofunni er gengið inn í flísalagt hol með eldhúsið og borðstofuna á vinstri hönd.
Eldhúsið, stofan og borðstofan eru mjög björt, enda stór ljósop úr þremur áttum. Eldhúsinnréttingin er með góðu geymsluplássi og vinnurými.
Þrjú þrep eru niður á neðri pallinn í flísalagða stofuna þar sem lofthæð er mest ca.4,5 metrar. Í stofurýminu er mjög voldugur útsýnisgluggi sem nær frá lofti niður að gólfi. Þaðan er útgengt á sólpallinn.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með fataskápum og parketlgöð. Úr hjónaherberginu er einnig útgengt á sólpallinn.
Baðherbergið er flísalagt og þar er baðkar og sturtuklefi.
Gestasalernið, sem er inngengt úr forstofunni, er flísalagt og með nettum vask-skáp.
Þvottahúsið, sem aðskilur forstofu og bílskúr, er með flísalagt gólf og innréttingu í góðri vinnuhæð.
Innangengt úr þvottahúsi í bílskúrinn sem er með vatni, hita og rafmagni auk þess sem þar er gott geymslurými.
Kominn er tími á að háþrýstiþvo framhlið hússins.
Leikvöllur er í 50 metra fjarlægð frá eigninni og stutt er í skóla, leikskóla, sundlaug, golfvöll og aðra þjónustu. Vinsælar gönguleiðir og útivistarsvæði eru innan seilingar og stutt í almenningssamgöngur.