Laugardagur 15. mars
Fasteignaleitin
Skráð 11. mars 2025
Deila eign
Deila

Smáratún 12

EinbýlishúsSuðurnes/Reykjanesbær-230
187.2 m2
5 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
83.500.000 kr.
Fermetraverð
446.047 kr./m2
Fasteignamat
69.100.000 kr.
Brunabótamat
77.010.000 kr.
US
Unnur Svava Sverrisdóttir
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1953
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2090349
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjaðar
Raflagnir
Endurnýjaðar
Frárennslislagnir
Endurnýjaðar
Gluggar / Gler
Nýlegir
Þak
Endurnýjað járn
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Sólpallur
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Sólpallur er ókláraður og heitur pottur hefur ekki verið tengdur en fullkomin pottastýring er komin fyrir ofan hitagrind og fylgir.
Kjallari þarfnast endurbóta en þar eru góðir möguleikar.
Bílskúr virðist lítið sem ekkert upphitaður þó ofnar séu fyrir hendi, virðist ekki í góðu ástandi.
Smá skemmdir í glugga í stofu eftir leka. 
Kvöð / kvaðir
Leigusali á forkaupsrétt verði eignin seld. 
ALLT fasteignasala Reykjanesbæ kynnir vel skipulagt og mikið endurnýjað 152,4 m², 5 herbergja einbýlishús auk kjallara ásamt 34,8 fm bílskúr við Smáratún 12. Mjög vinsæl og eftirsótt staðsetning í hjarta bæjarins. Miklar endurbætur hafa verið gerðar á húsinu síðustu ár. Gólfhitakerfi er í húsinu og innfelld lýsing er í loftum að stórum hluta. Pallur með heitum potti, stór innkeyrsla og snjóbræðslukerfi í tröppum að framan verðu hússins. Skv. HMS er birt stærð eignar 152,4 m² og bílskúrs 34,8 m², samtals birt stærð: 187,2 m².

Framkvæmdir sem hafa verið gerðar:
Skipt útidyrahurð og glugga og að hluta 2016.
* Skipt um járn, pappa og rennur á þaki hússins fyrir um 4 árum.
* Endurnýjað gólfefni.
* Eldhúsinnrétting endurnýjuð.
* Rafmagn yfirfarið og rafmagnstafla uppfærð.
* Baðherbergi endurnýjað 2016.
* Múrviðgerðir að utan fyrir sirka þremur árum.
* Málað að utan fyrir um tveimur árum.

ALLAR NÁNARI UPPLÝSINGAR VEITA:
Unnur Svava Sverrisdóttir, löggiltur fasteignasali unnur@allt.is eða 8682555
Elín Frímannsdóttir, löggiltur fasteignasali, elin@allt.is eða 8674885

Nánari lýsing:
Forstofa: Flísar á gólfi og klæðaskápur með rennihurðum.
Forstofuherbergi: Rúmgott með plastparketi á gólfi.
Hol/gangur: Tengir flest rými eignar. Flísar á gólfi. Stígi upp á risloft.
Eldhús: Flísar á gólfi. Hvít innrétting með dökk grárri borðplötu. Ofn í vinnuhæð. Innbyggð uppþvottavél. LED lýsing í lofti.
Stofa/Borðstofa: Opið og bjart rými og harðparket á gólfi. Stórir gluggar.
Hjónaherbergi: Opinn fataskápur og harðparket á gólfi.
Svefnherbergi: Rúmgott með harðparketi á gólfi og klæðaskáp.
Baðherbergi: Flísalagt hólf í gólf. Walk in sturta, upphengt salerni, hvít innrétting, handklæðaofn og LED lýsing. Rafmagnsvifta er inná baðherbergi.
Þvottahús: Litið rými sem rúmar þvottavél og þurrkara við enda gangs þar sem áður var stigi niður. Einfallt er að opna aftur niður í kjallara þar sem áður var þvottahús, þar eru tveir gluggar og hægt að nýta betur.
Geymsla: Staðsett í kjallara, gengið inn utan frá úr innkeyrslu. Lofthæð er 2 metrar.
Garður: Tyrfður að hluta til. Pallur með heitum potti.
Bílskúr: 34,8 m² timbur bílskúr. Hiti og rafmagn.

Hér er um að ræða vel skipulagða eign á mjög vinsælum stað í Holtaskólahverfi, þar sem stutt er í alla helstu þjónustu, þar má telja læknisþjónustu, heilsugæslu, matvöruverslanir, sérverslanir, veitingastaði, líkamsrækt, samgöngutengingar og skóla í göngufæri.



Kostnaður kaupanda vegna kaupa: Stimpilgjald kaupsamnings einstaklinga er 0,8% og lögaðila 1,6% af fasteignamati eignar. Þinglýsingargjald er 2.700 kr fyrir hvert skjal. Þjónustu- og umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Skeifan fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.

Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
16/02/202465.950.000 kr.75.000.000 kr.187.2 m2400.641 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1961
34.8 m2
Fasteignanúmer
2090349
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
8.210.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Kirkjuvegur 17
Skoða eignina Kirkjuvegur 17
Kirkjuvegur 17
230 Reykjanesbær
164.6 m2
Einbýlishús
724
516 þ.kr./m2
84.900.000 kr.
Skoða eignina Brekkubraut 9
Bílskúr
Skoða eignina Brekkubraut 9
Brekkubraut 9
230 Reykjanesbær
185.5 m2
Hæð
814
429 þ.kr./m2
79.500.000 kr.
Skoða eignina Vesturgata 42
Bílskúr
Skoða eignina Vesturgata 42
Vesturgata 42
230 Reykjanesbær
174.3 m2
Fjölbýlishús
524
458 þ.kr./m2
79.900.000 kr.
Skoða eignina Hátún 27
Bílskúr
Skoða eignina Hátún 27
Hátún 27
230 Reykjanesbær
187 m2
Parhús
524
468 þ.kr./m2
87.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin