ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu, spennandi og mikið endurnýjað 187 fm parhús í botnlangagötu við Hátún 27 í Holtaskólahverfi, Reykjanesbæ. Eignin hentar mjög vel fyrir stærri fjölskyldur. Á neðri hæð er fallegt alrými með nýlegu eldhúsi, borðstofu, stofu, gestasalerni og þvotthúsi, á efri hæð eru 4 góð svefnherbergi ásamt baðherbergi með sturtu. Bílskúr er mjög rúmgóður og hefur mikla möguleika. Falleg rennihurð er frá stofu út í skjólgóðan bakgarð.
Virkilega góð fjölskyldueign sem vert er að skoða.
Endurbætur á húsinu:
* Eldhús endurnýjað 2023. Helluborð, ofn og uppþvottavél frá Ormsson, burðarveggur tekin og burðarbiti settur á milli stofu og eldhús í samvinnu við byggingar verkfræðing. Hurðar fylgja á ísskáp, uppþvottavél og tækjaskáp.
* Hiti settur í öll gólf neðri hæðar, gólf flotað og parketlagt með harðparketi frá Byko 2023.
* Gestasalerni inn af forstofu endurnýjað 2023 með upphengdu salerni, handlaug og flísum frá Birgisson.
* Þvottahús og forstofa flísalögð með flísum frá Birgisson 2023. Hurð á gestasalerni verður sett upp fyrir afhendingu og rennihurð fyrir þvottahús fylgir með.
* Eignin var sprunguviðgerð og máluð að utan sumarið 2023
* Gluggar, úti hurðir og rennihurð sett í stofu frá Gluggavinum 2021
* Rafmagn endurnýjað 2021: ný tafla og nýtt rafmagn dregið í allt húsið, skipt um alla tengla og rofa.
* Innihurðir á efri hæð eru frá Víkurás
* Skipt var um þakjárn og þakpappa 2010
* Innrétting og rennihurð fylgir fyrir þvottahús
* Ofnar eru í svefnherbergjum á efri hæð, allir endurnýjaðir nema einn
* Nýlegt parket frá Byko á báðum hæðum
* Skólp endurnýjað fyrir um 16 árum
* Bílskúr klæddur með áli, gluggar og bílskúrshurð endurnýjað þar 2019.
* Bílskúr er rúmgóður, með hitaveitu, rafmagni og rennandi vatni, þar væri einfalt að gera íbúð
* Innkeyrsla er mjög rúmgóð og hellulögð
Eignin er mjög vel staðsett í Holtaskólahverfi. Leikvöllur er innst í botnlanga og stutt í alla helstu þjónustu m.a leiksskóla, bakarí, sjúkraþjálfun, grunnskóla, fjölbrautarskóla, íþróttahús, sundlaug og miðbæ.
Frekari upplýsingar og skoðunarbókanir:
Unnur Svava Sverrisdóttir lgf á unnur@allt.is eða í síma 868-2555
Kostnaður kaupanda:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. kr 2.700 af skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar – Fer eftir lánastofnun hverju sinni.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu, kr. 56.000 auk vsk. sbr. kauptilboð.
Fasteignakaupalög nr. 40/2002 leggja ríka skoðunarskyldu á kaupendur. Við brýnum því fyrir kaupendum að skoða fasteignir vel fyrir tilboðsgerð og leita sér viðeigandi aðstoðar sérfræðinga þegar ástæða þykir til.