VALBORG fasteignasala kynnir í einkasölu Hraunbæ 24, 810 Hveragerði.
Glæsilegt og vel við haldið einbýlishús í grónu hverfi.
Bjálkahús, þrjú til fjögur svefnherbergi, 36 m2 sambyggður bílskúr, 126 m2 afgirtur sólpallur.
Hellulagt bílaplan. Áhugaverð eign í rólegum botnlanga.
Stutt í grunn- og leikskóla, verslanir og veitingastaði bæjarins.Eignin er samtals 203,1 m2 samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Íbúðin er 167,1 m2 og telur forstofu, gang, eldhús, borðstofu, stofu, sjónvarpsherbergi, tvö baðherbergi, þrjú svefnherbergi, þvottahús, 36 m2 bílskúr og tvö risloft.
Gróin lóð, sólpallur með skjólveggjum og geymsluskúr. Hellulagt plan fyrir framan hús.
Pallurinn (vestur) nýtur sólar frá kl. ca. 14 til sólseturs yfir sumartímann. Bakgarðurinn snýr í norður.Sjá staðsetningu hér.Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. Nánari lýsing:
Forstofa með tvöföldum fataskáp.
Baðherbergi með innréttingu með handlaug, vegghengdu wc, sturtuklefa og opnanlegu fagi. Flísalagt í hólf og gólf.
Gangur sem leiðir að stofu, herbergjum og eldhúsi.
Svefnherbergi I og
II eru með tvöföldum fataskápum, parket á gólfum og glugga til norðurs.
Eldhús með rúmgóðri innréttingu, ofn í vinnuhæð, uppþvottavél í vinnuhæð, helluborð í eyju með háfi yfir, lagnir fyrir amerískan ísskáp.
Marmari á innréttingu og eldunareyju, flísar á gólfi. Miklir gluggar til suðurs.
Inn af eldhúsi er
þvottahús með innréttingu, skolvaski og tengi fyrir þvottavél. Pláss fyrir þurrkara.
Lúga upp á risloft.
Rúmgóður 36 m
2 bílskúr inn af þvottahúsi. Rafmagnsopnari, málað gólf, gluggar til austurs.
Glæsileg
stofa með uppteknu lofti þar sem mesta lofthæð er hátt í fimm metrar. Miklir gluggar til suðurs.
Borðstofa með glugga og útgengi í garð á norður hlið hússins. Hægt er að setja upp einn vegg hér og breyta borðstofunni í fjórða herbergið.
Sjónvarpsherbergi með niðurteknu lofti eins og er víðast í húsinu þó lofthæð þar sé rúmlega 2,9 m. Útgengt í garð til suðurs.
Lúga upp á risloft.
Inn af sjónvarpsherbergi er glæsilegt "
en suite" hjónabergi með fataherbergi og baðherbergi. Útgengt út á pall þar sem lagnir eru fyrir heitan pott.
Baðherbergið er rúmgott, flísalagt í hólf og gólf, vegghengt wc, nuddbaðkar með sturtuaðstöðu, handlaug og miklu skápaplássi.
Fataherbergið er 3,5 m
2 með skápum og glugga til norðurs.
Gólfhiti er í allri eigninni.
Viðhaldslitlir
gluggar plast/ál með
þreföldu einangrunargleri í öllum gluggum nema í opnanlegum fögum og hurðum, þar er
tvöfalt einangrunargler.
2021 voru sérpantaðar plíseraðar gardínur frá Euroblinds fyrir flesta glugga nema stofu og borðstofu, settar voru Screen gardínur í eldhús og Blinds í öll svefnherbergi og sjónvarpsherbergið.
Gólfefni:
Sérinnfluttar granítflísar eru á anddyri, gangi, eldhúsi, þvottahúsi, stofu, borðstofu, sjónvarpsherbergi og baðherbergjunum.
Gegnheilt plankaparket á svefnherbergjunum þrem og fataherberginu
Gólf í bílskúr er
málað.
Að utan:
Lóðin er gróin. Hellulagt
bílaplan er fyrir framan bílskúr og að auki er stígur að húsi og meðfram palli hellulagður.
Samkvæmt skráningu Þjóðskrár er
sólpallur 126 m
2 og er hann afgirtur með háum skjólveggjum. Ca 8 m
2 geymsluskúr á palli.
Eru skjólveggir aukalega meðfram vestur- og norðurhlið hússins. Lóðin sjálf er skráð 855 m
2.
Hraunbær 24 stendur við 12 húsa botnlanga. Leikskóli er í næsta nágrenni og stutt í alla helstu þjónustu bæjarins.
Aðrar eignir sem við seljum má sjá hérForsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til
seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta
fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum
kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.