BYR fasteignasala kynnir í einkasölu DREKAHRAUN 6, 810 Hveragerði. Fimm herbergja einbýlishús á einni hæð með innbyggðum bílskúr. Húsið er í nýlegu hverfi, Kambalandi, stutt er í almenna þjónustu og útivistarsvæði. Smellið hér fyrir staðsetningu.Húsið er timburhús, byggt árið 2022 og skiptist í 170.3 m² einbýli og 36.4 m² bílskúr, samtals 206.7 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag eignar: Anddyri, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, hjónasvíta með baðherbergi og fataherbergi, fjögur herbergi, baðherbergi, þvottahús, sjónvarpsherbergi (búr/geymsla) og bílskúr.
Nánari lýsing:Anddyri með sérsmíðuðum fataskáp, upptekið loft, innangengt er í bílskúr frá anddyri/gangi.
Alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, útgengt er úr stofu á timburverönd til suðurs.
Eldhús er með innréttingu og eyju, steinn á borðum, innbyggður ísskápur og uppþvottavél, helluborð, háfur, ofn og ofn/örbylgjuofn.
Fjögur til fimm herbergi eru í húsinu.
Hjónasvíta, með fataherbergi og baðherbergi. Baðherbergið er flísalagt í
hólf og gólf, þar er upphengt salerni, vaskinnrétting með handaug og sturta.
Þrjú herbergi, öll með tvöföldum fataskápum, eitt þeirra er í dag nýtt sem sjónvarpsherbergi.
Búr/geymsla (á teikningu), er í dag nýtt sem
svefnherbergi. Baðherbergi, er flísalagt í hólf og gólf, upphengt salerni, vaskinnrétting, sturta, baðker, gluggar.
Þvottahús, innrétting með hækkun fyrir tvær vélar, vaskur í innréttingu. Útgengt er úr þottahúsi út á verönd, innangengt er í bílskúr frá þvottahúsi.
Bílskúr, rafræn opnun,
innangengt er í bílskúr frá gangi og frá þvottahúsi. Rafmagnstafla, hitaveitugrind, gólfhitagrind og stýrikerfi (Danfoss) fyrir heitan pott eru í lokuðum skáp með rennihurðum, vaskinnrétting og milliloft. Gönguhurð er við hlið bílskúrshurðar.
Húsið er hitað upp með
gólfhita, Rehau hitastýringar eru á veggjum.
Gólfefni: Flísar eru á öllum gólfum hússins nema í bílskúr, þar er epoxy. Upptekið loft,
innbyggð lýsing er í öllum rýmum nema þvottahúsi og bílskúr.
Lofthæð er allt að 3.8 metrar þar sem hæðst er, innihurðar eru extra háar (2,3 m) með földum lömum. Granítborðplötur í eldhúsi og baðherbergjum, steinn í gluggakistum.
Húsið er timburhús á einni hæð klætt að utan með liggjandi álklæðningu, járn á þaki. Timbur/ál gluggar og hurðar. Þrefalt gler í gluggum með speglafilmu.
Steypt plan fyrir tvær bifreiðar,
snjóbræðsla, steypt er meðfram húsi að framanverðu og með framhúsi að norðanverðu að þvottahúsi. Timburverönd er við útgang úr þvottahúsi og við útgang úr stofu (suður), timburverönd er tæplega 200 m² að stærð. Garður er afgirtur að hluta til og við timburverönd, á verönd er heittur pottur 6-8 manna Snorralaug frá NormX, steypt plata fyrir „
aðstöðuhús" tæpir 15 m² er við verönd, gert er ráð fyrir möguleika á að setja upp salerni og sturtu (hitaþráður) þ.e. lagnaleið er til staðar ekki er lagt í. Lóðin er 690 m² leigulóð frá Hveragerðisbæ.
Skráning eignar samkvæmt fasteignayfirliti HMS: Fasteignanúmer er 250-9023.Stærð: Einbýli 170.3
m² . Bílskúr 36.4
m² . Samtals 206.7
m².
Brunabótamat: 97.050.000 kr.
Fasteignamat: 112.400.000 kr.
Byggingaár: 2022.
Byggingarefni: Timbur.