Elka Guðmundsdóttir s. 863-8813, löggiltur fasteignasali hjá Fasteignasölunni TORG, kynnir Stórhól – 12,6 hektara jörð með fallegu einbýlishúsi, bílskúr og frábæru útsýni við rætur Heklu
Stórhóll er einstaklega skemmtileg jörð á fallegum stað í Rangárþingi ytra. Landið er 12,6 hektarar að stærð og er staðsett í friðsælu umhverfi í um klukkustundar akstri frá höfuðborginni.
Frábær jörð fyrir hestafólk, bæði sem sumarafdrep eða fyrir fasta búsetu. Frábærar reiðleiðir og landið er allt afgirt.
Nánari lýsing:
Íbúðarhús, byggt árið 2006, skráð stærð 102,3 m², byggt úr timbri á steyptum sökklum og plötu. Húsið er hitað með varmadælu (loft í loft) og gólfhita (rafmagnstúba).
Íbúðarhúsið skiptist í bjarta og rúmgóða stofu með kamínu og stórum gluggum með fallegu útsýni, rúmgott opið eldhús, baðherbergi með sturtu, þrjú rúmgóð svefnherbergi. Aukarými með sturtu og gufu eru í þvottahúsi/geymslu. Notaleg sólstofa með útsýni til vesturs. Stór pallur umhverfis húsið með skjólveggjum að sunnan og vestanverðu.
Nýlegur bílskúr/hesthús er á hlaðinu (um 50 m²) sem nýtist vel sem geymsla, vinnuaðstaða eða jafnvel íbúð. Í dag er húsið nýtt sem geymsla ásamt gestaherbergi / studío-íbúð.
Lítill eldri skúr innst á hlaðinu, óskráður.
Mjög grasgefið land, skipt í fimm beitarhólf. Ræktað land (tún), ca 1,6 hektari.
Lóðin stendur hátt og býður upp á mikið næði. Aðgengi að frábærum reiðleiðum og náttúruperlum svæðisins gerir eignina sérstaklega aðlaðandi fyrir útivistarfólk og hestamenn.
Eignin er staðsett nálægt Hellu og í grennd við marga vinsæla áfangastaði, eins og Landmannalaugar, Þjórsárdal, Heklu og Gullna hringinn.
(myndir innanúr húsinu bætast við á næstu dögum)
Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir Fasteignasali, í síma 863-8813, tölvupóstur elka@fstorg.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.