Valborg fasteignasala kynnir í einkasölu endaraðhúsið HEIÐARBRÚN 100, 810 Hveragerði.
Um er að ræða tveggja hæða endaraðhús með þremur til fjórum svefnherbergjum, auk sambyggðs bílskúrs.
Neðri hæð hússins er 94,2 m² auk 21 m² bílskúrs, en efri hæð er 73,2 m² sem gera samtals 188,4 m² samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands.
Neðri hæð telur anddyri, svefnherbergi, snyrtingu, eldhús, alrými sem í eru stofa og borðstofa, þvottahús/geymslu og bílskúr.
Efri hæð telur þrjú svefnherbergi en möguleiki er að skipta einu herbergi í tvö, baðherbergi, fataherbergi og geymslu undir súð.
Leikskólinn Undarland í næsta nágrenni. Stutt í aðra þjónustu, verslanir og fl.
Sjá staðsetningur hér.Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. Nánari lýsing:
Anddyri með fataskáp, flísar á gólfi.
Svefnherbergi við forstofu er parketlagt, gluggar til norðurs.
Alrými með
stofu,
borðstofu og
sólskála. Parket á borðstofu- og stofuhlutanum, sólskáli flísalagður. Bjart rými. Í sólskála er arinn og útgengi í suðurgarð. Þar er
sólpallur með skjólveggjum,
heitur pottur og gott rými fyrir húsgögn og grill.
Eldhús er rúmgott, ofn í vinnuhæð, tvöfaldur vaskur undir suðurgluggum, pláss fyrir uppþvottavél. Aðstaða til að sitja við hluta innréttingar. Parket á gólfi
Snyrting með wc, handlaugarinnréttingu og speglaskáp. Parket á gólfi.
Þvottahús/geymsla með plássi fyrir þvottavél og þurrkara, skápum og útloftunarviftu. Flísar á gólfi.
Stigi upp á efri hæð liggur frá alrými.
Efri hæð:
Gangur sem tengir allar vistaverur eftirhæðar er við stigaskör. Parket á gólfi.
Svefnherbergi II er á hægri hönd þegar komið er upp stiga. Án fataskápa, geymsla undir súð aðgengileg. Kvistgluggar. Parket á gólfi.
Svefnherbergi III og
IV var áður tvö herbergi en er í dag eitt rúmgott rými og auðvelt er að breyta því til baka. Lausir fataskápar, gluggar með glæsilegu útsýni til suðurs. Parket á gólfi.
Hjónaberbergi er með fataslá þar sem gert er ráð fyrir fataskáp. Útgengt á suðursvalir. Glæilegt útsýni. Parket á gólfi.
Fataherbergi (gæti verið geymsla) er opið rými við ganginn. Parket á gólfi.
Baðherbergi er flísalagt. Upphengt wc, handlaugarinnrétting, speglaskápur, sturtuklefi, hornbaðkar, kvistgluggar.
Bílskúr er 21 m², hrár að innan. Innkeyrsludyr án gönguhurðar.
Hellulegt
bílaplan, gróinn
garður, girðing á tvo vegu, veglegur sólríkur
pallur sunnan við hús sem á er heitur pottur.
Nánari upplýsingar veita:
Elínborg María Ólafsdóttir, löggiltur fasteignasali, í síma 861-6866, tölvupóstur elinborg@valborgfs.is.
Gunnar Biering Agnarsson, löggiltur fasteignasali, í síma 823-3300, tölvupóstur gunnar@valborgfs.is. Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.