Falleg, björt og vel skipulögð 3ja herbergja íbúð á 2. hæð í þríbýlishúsi við Framnesveg í gamla vesturbæ Reykjavíkur. Vinsæl og eftirsótt staðsetning í nálægð við helstu þjónustu og miðbæinn.
** 2 svefnherbergi
** Frábær staðsetningNánari upplýsingar veita:
Hrafnkell Pálmarsson Lgf / MBA. í síma nr 660-1976 eða hrafnkell@palssonfasteignasala.is
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurBirt stærð skv. HMS er 68,6m2, þar af geymsla 7,3m2
Eignin skiptist í anddyri/hol, eldhús, stofu, 2 svefnherbergi og geymslu.
Nánari lýsing eignar:
Anddyri/hol tengir saman öll rými. Parket á gólfi
Stofa er rúmgóð og björt. Rennihurð skilur að eldhús og stofu. Parket á gólfi.
Eldhús/borðstofa er rúmgott með góðri innréttingu, bakarofni, helluborði, viftu og stæði fyrir uppþvottavél. Parket á gólfi.
Baðherbergi er með vaski og hillum, baðkar með sturtuaðstöðu, málaðar flísar á gólfi og veggjum, opnanlegur gluggi.
Svefnherbergi I er með fataskáp og parket á gólfi.
Svefnherbergi II er með parket á gólfi.
Geymsla í sameign.
Þvottahús er sameiginlegt í kjallara.
Garðurinn er sameiginlegur. Úr garðinum er útgengt í rými sem liggur sameiginlega að húsunum við Framnesveg og Seljaveg þar sem myndast hefur góð stemmning meðal nágrannanna.
Helstu endurbætur síðustu ár:
2017 Skipt um glugga í stofu og eldhúsi.
2017 Skipt um þakrennur.
2011 Drenað í kringum húsið
2012 Skólplagnir fóðraðar.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 3,800 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.