Þriðjudagur 30. desember
Fasteignaleitin

Búist við frekari hækkun stýrivaxta

03 maí 2022
Mynd af Ragnar Kormáksson
Ragnar Kormáksson
Fasteignaleitin
Stýrivextir Seðlabankans standa nú í 2,75% eftir síðustu hækkun sem átti sér stað 9.febrúar síðastliðinn. Verðbólga stendur í 7,2% og hefur ekki verið hærri síðan í maí 2010. Í ljósi þess að verðbólga heldur áfram að hækka búast greiningardeildir bankanna við því að stýrivextir muni hækka enn frekar á morgun þegar Seðlabankinn kynnir niðurstöðu peningastefnunefndar.
Greiningardeild Íslandsbanka býst við því að stýrivextir hækki um 0,5%-0,75% en Hagdeild Landsbankans á von á að þeir hækki á bilinu 0,75%-1,25%.
GreinandiStýrivextir núSpáStýrivextir eftir
Greiningardeild Íslandsbanka2,75%+0,5%3,25%
Hagdeild Landsbankans2,75%+1,0%3,75%
Stýrivextir hækkuðu um 0,75% í febrúar síðastliðnum og í kjölfar þess hækkuðu lánveitendur vexti íbúðalána. Hækkunin skilaði sér ekki samstundis inn í vexti íbúðalána en hafa þó á síðastliðnum mánuðum hækkað um allt að 0,9%, sem er umfram síðustu stýrivaxtahækkun. Að neðan má sjá dæmi um hvernig óverðtryggðir íbúðalánavextir gætu staðið ef stýrivaxtahækkun nemur á bilinu 0,75% - 1,00% og vextir íbúðalána hækka um 0,5%.
LánveitandiTegund lánsTegund vaxtaVextir fyrirHækkunVextir eftir
LandsbankinnÓverðtryggtBreytilegir4,70%+0,50%5,20%
LandsbankinnÓverðtryggtFastir til 3 ára5,90%+0,50%6,40%
LandsbankinnÓverðtryggtFastir til 5 ára5,95%+0,50%6,45%
ÍslandsbankiÓverðtryggtBreytilegir4,65%+0,50%5,15%
ÍslandsbankiÓverðtryggtFastir til 3 ára6,15%+0,50%6,55%
ÍslandsbankiÓverðtryggtFastir til 5 ára6,65%+0,50%7,15%
Arion BankiÓverðtryggtBreytilegir4,79%+0,50%5,29%
Arion BankiÓverðtryggtFastir til 3 ára6,14%+0,50%6,54%
Hér sést hvaða áhrif 0,5% hækkun gæti haft á óverðtryggt jafngreiðslulán til 40 ára með breytilegum vöxtum eftir því hversu hátt lánið er:
Lánsupphæð20m30m40m50m60m70m
4,6% vextir91.322136.923182.524228.126273.727319.328
5,1% vextir97.888146.772195.655244.539293.423342.307
Hækkun+6.566+9.849+13.131+16.413+19.696+22.979

Vinsælar eignir

Skoða eignina Fagranes
Skoða eignina Fagranes
Fagranes
203 Kópavogur
225 m2
Einbýlishús
725
Fasteignamat 106.100.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Bakkastaðir 51
Bílskúr
Skoða eignina Bakkastaðir 51
Bakkastaðir 51
112 Reykjavík
219.6 m2
Einbýlishús
513
852 þ.kr./m2
187.000.000 kr.
Skoða eignina Básbryggja 7
Skoða eignina Básbryggja 7
Básbryggja 7
110 Reykjavík
136.8 m2
Fjölbýlishús
514
623 þ.kr./m2
85.200.000 kr.
Skoða eignina Langholt 5
Bílskúr
Skoða eignina Langholt 5
Langholt 5
230 Reykjanesbær
205.7 m2
Einbýlishús
725
574 þ.kr./m2
118.000.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin