Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu fallegt einbýli á mjög einstökum stað við bakka Elliðavatns í kópavogi. Húsið sem var byggt 1946 stendur á stórri og gróinni 2.850 fermetra lóð alveg niður við vatnið. Það var algjörlega endurnýjað um 1994 og þá bætt við rishæð. Sér aðkeyrsla er að húsinu og einstaklega fallegt útsýni og kyrrð með aðgengi að vatninu þar sem hægt er að hafa bát til að sigla út.
Alveg einstök eign og frábært tækifæri til að eignast náttúruperlu á höfuðborgarsvæðinu sem býður upp á mikla möguleika og stendur mjög sér. Nýlega er búið að endurnýja lóðarleigusamningur til ársins 2094.
Nánari upplýsingar og bókun á einkaskoðun er í s: 570.4500 eða fastmark @fastmark.is
Nýir gluggar eru í flestöllu húsinu og hefur það verið þó nokkuð endurnýjað hið innra og ávallt hlotið gott viðhald. Stór geymsluskúr er við húsið og verönd til suðurs. Sér inngangur er á jarðhæð og möguleiki að gera sér íbúð og einnig að tengja við efri hæð.Lýsing eignar:Forstofa, flísalögð og rúmgóð með fataskápum.
Vinnustofa, innangeng frá forstofu, steypt gólf og aukin lofthæð, innrétting, vaskur og nýtt í dag sem verkstæði með aðgengi út á lóð.
Baðherbergi, inn af forstofu er mjög rúmgott, með glugga, flísalagt, innrétting, sturtuklefi, handklæðaofn og tengi fyrir þvottavél og þurrkara.
Gengið er upp nokkur þrep á hæð.Hol, parketlagt.
Borðstofa / stofa, parketlögð í einu rými og aukin lofthæð að hluta. Hurð er út frá borstofu þar sem gert er ráð fyrir svölum.
Eldhús, parketlagt og með fallegum hvítum og beiki innréttingu, viðarborðplötu, tengi fyrir uppþvottavél og ofn í vinnuhæð.
Hjónaherbergi, parketlagt með gluggum í tvær áttir og góðum fataskápum.
Barnaherbergi, parketlagt.
Gengið er upp í rishæð hússins um viðarstiga frá holi.Rishæð, parketlagt opið stórt rými með aukinni lofthæð, gluggum til allra átta og einstöku útsýni.
Jarðhæð,Forstofa, rúmgóð og flísalögð.
Gangur, parketlagður.
Baðherbergi, rúmgott með glugga, flísalagt gólf og veggir, handklæðaofn, baðkar, innrétting og flísalögð sturta. Tengi er fyrir þvottavél og þurrkara.
Herbergi l, korklagt.
Herbergi ll, korklagt, með stórum fataskápum og gluggum í tvær áttir.
Herbergi lll, parketlagt og með fataskáp.
Geymsla, á gangi með máluðu gólfi.
Geymsluskúr, sem er á lóð er ekki í fermetratölu eignar og er 16 fermetri að stærð með hellulagðri stétt fyrir framan og viðarverönd til suðurs.Húsið að utan lítur vel út og hefur fengið gott viðhald í gegnum árin. Búið er að endurnýja flestalla gluggar og gler í húsinu. Þakjárn lítur vel út og almennt lítur húsið vel út að utan.
Lóðin, sem er 2,850 fermetrar að stærð, er virkilega einstök og umlukin fallegum trjágróðri, og tyrfðum flötum. Sér aðkeyrsla er að húsinu og malarplan framan við sem rúmar vel nokkra bíla.
Staðsetning eignarinnar er virkilega einstök á rólegum stað við Elliðavatn í kópavogi umlukin nátturufegurð og kyrrð.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.is
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.