Miðvikudagur 5. nóvember
Fasteignaleitin
Skráð 3. nóv. 2025
Deila eign
Deila

Skólavörðustígur 30 Tvær aukaíbúðir

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
275.2 m2
11 Herb.
11 Svefnh.
11 Baðherb.
Verð
495.000.000 kr.
Fermetraverð
1.798.692 kr./m2
Fasteignamat
173.150.000 kr.
Brunabótamat
123.120.000 kr.
Lára Þyri Eggertsdóttir
Byggt 1923
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2006086
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
4
Hæðir í íbúð
4
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
LIND fasteignasala kynnir einstaklega fallegt og sögufrægt hús við Skólavörðustíg 30 í Reykjavík. Húsið er teiknað af Guðjóni Samúelssyni arkitekt og fyrrverandi húsameistara ríkisins og er byggt árið 1923. Húsið er í nýbarokksstíl, með sveigðum gaflbrúnum og barokkgluggum með smárúðum sem setja svip sinn á húsið. Húsið er áberandi kennileiti á Skólavörðuholtinu og er að mestu óbreytt frá upprunalegri gerð. Guðjón hannaði margar af fallegri byggingum landsins, þeirra á meðal Hallgrímskirkju, Reykjavíkurapótek, Akureyrarkirkju, Landakotskirkju og aðalbyggingu Háskóla Íslands svo eitthvað sé nefnt, sjá nánar neðar.  
Húsið við Skólavörðustíg 30 er upphaflega byggt sem íbúðarhús en hefur í gegnum tíðina ýmist verið nýtt sem íbúðarhúsnæði eða nýtt undir blandaða atvinnustarfssemi. Þar hefur verið rekin lögmannsstofa, ljósmyndastofa og fasteignasala svo eitthvað sé nefnt. Undanfarin ár hefur þar verið rekið gistiheimili og heimagisting.

Eignin er skráð 275,2 fm hjá Þjóðskrá Íslands, þar af er bílskúr 19,2 fm. Eignin skiptist í eldhús, 11 herbergi, 11 baðherbergi, þvottahús og tvær aukaíbúðir. Í kjallara hússins er aukaíbúð með sérinngangi og í sérstæðum bílskúr innan lóðar er einnig aukaíbúð. Fallegur steyptur veggur umlykur eignina við götu. Sér bílastæði er fyrir framan bílskúr. Húsið stendur ofarlega á Skólavörðustígnum, í göngufæri við verslanir, veitingastaði, kaffihús, Hallgrímskirkju og allt sem miðbærinn hefur upp á að bjóða.
 Einstök eign á besta stað í hjarta Reykjavíkur sem vert er að skoða. 

Allar nánari upplýsingar veitir:
Lára Þyri Eggertsdóttir, löggiltur fasteignasali/B.A. í lögfræði í síma 899-3335 eða lara@fastlind.is


Nánari lýsing: 
Fallegar steintröppur liggja að aðalinngangi hússins. 
Aðalhæð:
Forstofa/hol: Flísar á gólfi. 
Fjögur herbergi, öll parketlögð og þrjú þeirra með sérbaðherbergi. Öll baðherbergin á aðalhæð eru flísalögð með sturtu, handlaug og salerni.
Baðherbergi í holi: Flísalagt, sturta, handlaug, salerni og opnanlegur gluggi.
Teppalagður stigi liggur upp á efri hæð. 

Efri hæð/ris: 
Eldhús:
Parket á gólfi, hvít innrétting, opnanlegur gluggi. 
Þrjú svefnherbergi, öll parketlögð og með sérbaðherbergi með sturtu, handlaug og salerni.
Aukabaðherbergi er á hæðinni með baðkari, handlaug og salerni.

Risloft: 
Tvö svefnherbergi, teppi á gólfum. Annað herbergjanna er með stóra þakglugga þaðan sem fallegt útsýni er yfir miðborg Reykjavíkur, Esjuna og höfnina.
Snyrting með handlaug og salerni er á milli herbergjanna.

Kjallari:
Tvö svefnherbergi
með parketi á gólfi og fataskápum. Annað herbergið er með sérinngang en einnig er innangengt úr kjallara.
Sérbaðherbergi er inn af báðum herbergjum með sturtu, handlaug og salerni. 
Þvottahús: Steypt gólf. 
Aukaíbúð með sérinngangi: Stúdíóíbúð með ljósri eldhúsinnréttingu og parketi á gólfi. Baðherbergi er flísalagt með sturtu, handlaug og salerni. 

Bílskúr: Aukaíbúð með sérinngangi í bílskúr. Komið er inn í lítið eldhús/stofu, svefnherbergi inn af. Baðherbergi er með sturtu, handlaug og salerni. 

Fallegur steinveggur umlykur lóðina við götu. Eigninni fylgir sérbílastæði fyrir framan bílskúr.

-Húsið nýtur aldursfriðunar skv. ákvæðum 29. greinar laga um menningarminjar nr. 80/2012. Í því felst að óheimilt er að gera á því breytingar, flytja það eða rífa, nema með leyfi Minjastofnunar Íslands.
-Húsið nýtur einnig hverfisverndar i rauðum flokki í deiliskipulagi (áður grænn flokkur), sjá 
deiliskipulag Lokastígsreita 10.12.2009

Til fróðleiks: Guðjón Samúelsson (16. apríl 1887 – 25. apríl 1950) var íslenskur arkitekt og húsameistari ríkisins frá 1920 til dauðadags. Hann teiknaði margar af þekktustu byggingum landsins. Hann var mikill áhugamaður um skipulagsmál og sat í fyrstu skipulagsnefnd ríkisins sem sett var á fót árið 1921. Hugmyndir Guðjóns um skipulag bæja gerðu ráð fyrir aðgreiningu atvinnusvæða og íbúðarsvæða sem þá var nýmæli. Fyrsta stórhýsið sem Guðjón teiknaði var Reykjavíkurapótek við Bankastræti og Pósthússtræti. Þetta var líka fyrsta stórhýsi á Íslandi.
Guðjón var afkastamikill arkitekt og teiknaði margar af fallegustu byggingum landsins, þeirra á meðal Hallgrímskirkju, Akureyrarkirkju, Landakotsskirkju, aðalbyggingu Háskóla Íslands, Hótel Borg, aðalbyggingu Landspítalans, Listasafn Íslands, Þjóðleikhúsið, St. Jósefsspítala, Kleppsspítala og Sundhöll Reykjavíkur. (Upplýsingar fengnar af https://is.wikipedia.org/wiki/Gu%C3%B0j%C3%B3n_Sam%C3%BAelsson)  

Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Lind fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.  
 

Allar nánari upplýsingar veitir:
Lára Þyri Eggertsdóttir, löggiltur fasteignasali/B.A. í lögfræði í síma 899-3335 eða lara@fastlind.is
 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati, lögaðili greiðir 1,6%  
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali. 
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana. 
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. gjaldskrá. 
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
22/08/201152.400.000 kr.65.000.000 kr.275.2 m2236.191 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 1930
19.2 m2
Fasteignanúmer
2006086
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
6.020.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin