Fasteignaland og Árni Erlingsson lfg. kynna nýjar raðhúsaíbúðir að Borg í Grímsnesi, kjörið fyrir þá sem vilja búa í sveitinni og hafa lögheimili sitt þar.
Land og Verk er verktakafyrirtæki sem sérhæfir sig á sviði byggingariðnaðar og kjörorð þess er,
Fagmennska, þekking og áreiðanleiki. Kíktu inná heimasíðu fyrirtækisins
hér.Hverfið er í mikilli uppbyggingu og mun fjöldi íbúða á svæðinu aukast töluvert á næsta ári, sjá nánar á heimasíðu sveitarfélags hér
borgisveit.gogg.isLögheimilisskráning, full þjónusta sveitarfélags, engir biðlistar eftir leikskólaplássi, 15 min akstur á Selfoss, 45 min til Reykjavíkur.
Hraunbraut 17 er raðhúsalengja með 5 glænýjum íbúðum sem eru að vera tilbúnar til afhendingar, fullbúnar að innan sem utan með grófjafnaðri lóð.
Stærð á hverri íbúð er tæpir 100 fm.
Íbúðirnar eru allar fjögurra herbergja og gerir skipulag skv. teikningum ráð fyrir forstofu, þremur rúmgóðum svefnherbergjum, þvottahúsi, baðherbergi og opnu rými með eldhúsi, stofu og borðstofu.
Gert er ráð fyrir rými fyrir tveimur bílastæðum framan við hverja íbúð í húsinu og skilast hver íbúð fullbúin að utan með grófjafnaðri lóð.
Vönduð lituð bárujárnsklæðning er að utan, vandaðir gluggar með lituðu áli og gólfhiti er í botnplötu hússins.
Að innan verður hverri íbúð skilað fullbúinni með öllum innréttingum og gólfefnum.
Innfeld lýsing í öllum húsum.
Stutt samantekt á skilalýsingu
Eldhús - Ikea eldhúsinnrétting,
Grohe blöndunartæki eða sambærilegt, spanhelluborð, ofn og vifta frá Rafha.
Baðherbergi - Brúnás innrétting, flísalagt gólf og hluti veggja, 90 x 90 cm þröskuldarlaus sturta með öryggisgleri, vegghengt klósett og Grohe blöndunartæki eða sambærilegt.
Stofa/borðstofa/svefnherbergi - Vínilparket frá Fagefni og innihurðar frá Fantófell,
svalahurð úr stofu út í garð, fataskápar frá IKEA og innfelld led lýsing í öllum rýmum.
Þvottahús - innrétting frá IKEA
og flísar á gólfi.
Lóðin verður afhend grófjöfnuð að framan og aftan með ruslaskýlum,í vor 2025, verður hellulagt planið fyrir framan hús
Eignin skilast fyrir útgáfu afsals með úttekt á byggingarstig 6, fullgerð án lóðarfrágangs.
Verð á endaraðhúsunum er kr. 63.900.000,- en húsin í miðjunni á kr. 61.900.000,-Nánari upplýsingar veita:Árni Björn Erlingsson löggiltur fasteignasali / s.
898-0508 /
arni@fasteignaland.isUm skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.