Betri Stofan og Jason Kristinn Ólafsson, löggiltur fasteignasali í síma 775 1515 kynna: Tjaldhólar19, 800 Selfoss. Einstaklega mikið endurnýjuð parhús á vinsælum stað í næsta nágrenni við skóla. Fjögurra herbergja parhús á einni hæð með innbyggðum bílskúr, innarlega í botnlanga í grónu hverfi á Selfossi.
Nánast allt endurnýjað og skiptist eignin í: Anddyri, hol, alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, bílskúr og geymslu. Bókið skoðun sjón er sögu ríkari.
Nánar um eignina: Endurnýjun fór fram fyrir rúmu ári.
Anddyri með fataskáp og skóskáp. Vínilflísar í anddyri.
Stofa, eldhús og borðstofa eru saman í opnu alrými. Útgengt er frá borðstofu út á timburverönd.
Eldhúsið er glæsilegt með falleri flís á borðplötu. Gott skápapláss og hægt er að sitja við eyjuna.
Svefnherbergin eru þrjú. Hjónaherbergi með fataskápum. Tvö barnaherbergi og annað þeirra er með fataskáp.
Baðherbergi er endurnýjað. Nýjar innréttingar, rúmgóð sturta, frístandandi baðkar og vegghengt salerni.
Þvottahús með fallegum innréttingum, pláss er fyrir tvær vélar í innréttingu. Innangengt er í bílskúr í gegnum þvottahús.
Bílskúr, rafmagnshurðaopnari er á hurð, milliloft. Inntak hita og rafmagns er í bílskúr, gönguhurð er á bílskúr að stétt framan við hús.
Geymsla er innaf bílskúr, fataskápur, útgengt er út í bakgarð úr geymslu.
Gólfhiti er í allri eigninni, hitastýringar á veggjum.
Gólfefni: Vinilparket er á gangi, stofu, borðstofu, eldhúsi og svefnherbergjum. Flísar á anddyri, baðherbergi, þvottahúsi og geymslu.
Húsið er byggt árið 2005 steinsteypt með stimplaðri múrsteinsáferð, parhús á einni hæð. Járn á þaki. Hellulagt er í aðkomu og bílaplani fyrir framan húsið.
Möl er í bílaplani, steypt stétt liggur að húsinu, mynstursteypt stétt er framan við húsið og sorptunnuskýli fyrir þrjár tunnur.
Timburverönd liggur framan við húsið til suðurs og til austurs.
Lóðin er gróin með tjárgróðri. Opið svæði er aftan við húsið.
Stutt er í alla almenna þjónustu s.s. grunnskóla og leikskóla og útivistasvæði, opið svæði er aftan við húsið.
Skráning eignarinnar hjá Þjóðskrá Íslands:
Stærð: Íbúð 115 m², bífreiðageymsla 33,8 m² og geymsla 8 m² samtals 156,8 m²
Upplýsingar veitir: Jason Kristinn Ólafsson, sími 775 1515 löggiltur fasteignasali, jason@betristofan.is