BYR fasteignasala kynnir í einkasölu FRAKKASTÍGUR 12A ÍBÚÐ 202, 101 Reykjavík. Tveggja herbergja íbúð á hæð í miðbæ Reykjavíkur með stæði í bílageymslu. Smellið hér fyrir staðsetningu. Húsið er staðsteypt byggt árið 1981. Eignin skiptist í íbúð 45.7 m² og geymslu 7 m², samtals 52.7 m² samkvæmt skráningu HMS.
Skipulag íbúðar: Anddyri, alrými með stofu og eldhúsi, svefnherbergi og baðherbergi.
Í sameign: sérmerkt stæði í bílgeymslu, sér geymsla, sameiginlegt þvottahús, gufubað, hjóla- og vagnageymsla.
Nánari lýsing: Anddyri með fatahengi.
Alrými með stofu og eldhúsi, útgengt er úr stofu út á suður-svalir.
Eldhús, helluborð, ofn, Electrolux uppþvottavél fylgir, gler á veggjum á milli skápa.
Svefnherbergi með opnum tvöföldum fataskáp.
Baðherbergi, sturta, salerni og vaskinnrétting.
Gólfefni: Harðparket á anddyri, alrými og svefnherbergi. Flísar á baðherbergi.
Sér geymsla er á jarðhæð/kjallara, málað gólf og hillur.
Bílastæði 2-2 í bílgeymslu.Í sameign er stigahús, sameiginlegt þvottahús, sameiginlegt gufubað með aðgangi að sturtum og salerni, hjóla- og vagnageymsla.
Frakkastígur 12A er steinsteypt þriggja hæða fjölbýlishús ásamt kjallara. Í kjallara eru bílageymsla með 18 bílastæðum ásamt geymslum og sameign.
Á fyrstu, annarri og þriðju hæð eru íbúðir. Lóðin Frakkastígur 12-12A er 1313,9 m² eignarlóð.