Mánudagur 16. september
Fasteignaleitin
Skráð 30. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Kambastaðir

EinbýlishúsSuðurland/Ölfus-816
468.5 m2
11 Herb.
8 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
117.300.000 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Byggt 2021
Þvottahús
Garður
Útsýni
Gæludýr leyfð
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2505916
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegt
Raflagnir
Upprunalegt
Frárennslislagnir
Upprunalegt
Gluggar / Gler
Upprunalegt
Þak
Upprunalegt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Timburverönd
Lóð
100
Upphitun
Gólfhiti
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
8 - Í notkun
Gallar
Móða er á milli glerja í stórri rúðu í stofu aðalíbúðar, tryggingamál er í vinnslu hjá eiganda. 
BYR fasteignasala kynnir í einkasölu KAMBASTAÐIR, 816 Ölfus. Einbýlishús með tveimur aukaíbúðum ásamt skemmu á eignarlandi (lögbýli) í Ölfus rétt sunnan við Hveragerði.
Einstakt tækifæri, ýmsir möguleikar á nýtingu. Stutt í höfuðborgina og alla almenna þjónustu. Smellið hér fyrir staðsetningu.


Húsin eru timburhús, einbýlishús byggt árið 2021 308.0 m² að stærð ásamt skemmu 160.5 m² að stærð, samtals 468.5 m² samkvæmt skráningu HMS.

Á Kambastöðum er heimild til að reisa fjögur hús: B1 íbúðarhús, B2 skemma, B3 yogasalur og gróðurhús, B4 gestahús. Fyrirliggjandi samþykktar teikningar frá Undra teiknistofu fylgja. 
Lögbýlisréttur er á jörðinni. 


B1 ÍBÚÐARHÚS, þjár íbúðir eru í húsinu;
Íbúð eitt - aðalíbúð:
Neðri hæð: Anddyri  alrými með stofu, borðstofu og eldhúsi, gangur, þrjú svefnherbergi, hol, baðherbergi og þvottahús.
Efri hæð: Fjölskylduherbergi, svefnherbergi með svefnlofti og hjónasvíta með „kitchenette" baðherbergi og fataherbergi. 
Íbúð tvö u.þ.b 30 m²:
Alrými og baðherbergi.
Íbúð þrjú u.þ.b 60 m²:
Anddyri, alrými með eldhúsi, svefnloft og baðherbergi.

Gólfflötur jarðhæðar eru tæpir 300 m², gólfflötur efri hæðar er u.þ.b. 130 m².
Sérinngangur er í allar íbúðirnar. Hægt er að opna hurðir á milli þannig að húsið verði allt eitt íbúðarhús. 
Íbúð eitt er fullfrágengin.
Íbúð tvö er fullfrágengin.
Íbúð þrjú, eingöngu eftir smáfrágangur.
Allir veggir hússins eru klæddir krossvið, á bakvið klæðningu eru tvöfaldir gipsveggir.
Slétt loft í svefnherbergjum og baðherbergjum eru klædd hljóðdúkum.
Öll tæki á baðherbergjum hússins eru frá Luzzo stone, vegghengd salerni og innbyggð blöndurnartæki við handlaugar og sturtur, flísalagt er á veggjum sturtuhorna.
Öll eldhús eru sérsmíðuð. Eldhús eru búin tækjum frá Gorenje, stór eyja er í eldhúsi aðalíbúðar. 
Gólfhiti er í eigninni, Danfoss stýringar á veggjum. Gólfhitalagnir og loftræstikerfi er lagt á neðri hæð í steyptan sökkul. Varmaendurnýtin loftræsting liggur um allt hús, þ.e. öll herbergi uppi og niðri. 
Gólf neðri hæðar eru flotuð. Ljós, hita og loftræstingu er stýrt með „smart" kerfi í gegnum síma allt  Apple „homekit supported", möguleiki á að nota hvaða kerfi sem er. 
Húsið er skráð á byggingarstig B3, matsstig 8 þ.e. fullgerð bygging að utan. 

B2 SKEMMA:
Teikningar hússins gera ráð fyrir verkstæði og íbúð á tveimur hæðum.
Á fyrstu hæð: verkstæði, með salerni inn af, tvö svefnherbergi, baðherbergi, gangur, alrými ,með stofu, borðstofu og eldhúsi.
Á annarri hæð, tvö svefnherbergi.
Gólfflötur B2 jarðhæð er tæpir 200 m², gólfflötur efri hæðar er u.þ.b. 60 m².
Allar lagnir eru komnar í gólfplötu hússins, þar með talið gólfhitalagnir ásamt loftræstikerfi hússins. Búið er að loka húsinu, húsið er fullfrágengið að utanverðu, eftir er að setja upp endanlega bílskúrshurð og setja upp eina útidyrarhurð sem til er á staðnum. 
Húsið er skráð á byggingarstig B1, matsstig 1 þ.e. byggingarleyfi. 

Í sökkli skemmunar (B2) eru öll inntök fyrir þau fjögur hús sem gert er ráð fyrir að verði byggð ( B3 og B4 eru óbyggð) ásamt þeim sem byggð hafa verið (B1 og B2).
Allar lagnir, rafmagn, heitt og kalt vatn hefur verið lagt að öllum húsunum B1, B2, B3 og B4. Komnar eru frárennslislagnir á milli allra húsa B1, B2, B3 og B4. 

Húsin eru byggð úr límtré einingum á steyptum sökklum klædd að utan með dökkgrárri járnklæðningu. Gluggar og hurðar eru ál/tré. Tvöfalt gler í öllum gluggum. Loftræstikerfi er í báðum húsunum.
Fyrirliggjandi eru drög að nýju deiliskipulagi (ósamþykkt) þar sem jörðinni hefur verið skipt niður í fjórar lóðir. Á því deiliskipulagi er meðal annars gert ráð fyrir 5-6 smáhýsum með bændagistingu fyrir allt að 30 manns. 

Lóðin er gróin eignarlóð 20.000,0 m² að stærð og stendur í einungis 1,5 km fjarlægð frá miðbæ Hveragerðis, sunnan Hveragerðis og austan við Þorlákshafnarveg (nr. 38). Smellið hér fyrir landeignaskrá, land númer 228523.
 Búið er að leggja veg á jörðina u.þ.b. 200 metra.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
24/04/2024117.300.000 kr.58.650.000 kr.468.5 m2125.186 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
160.5 m2
Fasteignanúmer
2505916
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
0 kr.
Matsstig
1 - Samþykkt
Byr fasteignasala
https://www.byrfasteign.is
GötuheitiPóstnr.m2Verð
810
506.4
59,9
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin