- Fasteignamat 2026 er 39.200.000 kr. -Domusnova fasteignasala og Sjöfn Hilmarsdóttir, lgf. kynna: Smábæ, 311 Borgarbyggð,
vel skipulagt fjögurra herbergja einbýlishús á friðsælum stað í Bæjarsveit í Borgarbyggð. Eignin er 104,0 fm. steinsteypt einbýlishús á einni hæð sem stendur á 1.359,0 fm. lóð með víðáttumiklu útsýni yfir sveitina. Eignin skiptist í forstofu, eldhús, búr/geymsla, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús.
Lýsing eignar:Anddyri: Fataskápur. Flísar á gólfi.
Eldhús: L-laga eldhúsinnrétting með efri og neðri skápum. Spanhelluborð, blástursofn í vinnuhæð og tengi fyrir uppþvottavél. Borðkrókur. Góð vinnuaðstaða og mikið skápapláss. Parket á gólfi.
Búr/geymsla: Gluggi. Flísar á gólfi.
Stofa: Björt og rúmgóð stofa með stórum gluggum sem ramma inn útsýnið. Parket á gólfi.
Hjónaherbergi: Mjög rúmgott. Fataskápur. Parketi á gólfi.
Barnaherbergi I: Parketi á gólfi.
Barnaherbergi II: Parketi á gólfi.
Baðherbergi: Hvít innréttingu. Hár skápur. Upphengt salerni. Bogadregin sturtuklefi. Veggflísar. Flísar á gólfi.
Þvottahús: Einföld innrétting fyrir þvottavél og þurrkara. Borðplata með skolvask (ótengdur). Gluggi með opnanlegu fagi. Útgengt er úr þvottahúsi. Flísar á gólfi.
Lóðin: Húsið stendur á snyrtilegri og vel gróinni 1359,0 fm. lóð. Næg bílastæði á malarlögðu plani. Snyrtilegt aðkoma fyrir framan hús, hellulagt setsvæði. Gróðurhús og snúrur í garði.
Staðsetning: Smábær er í 20 mínútna akstursfjarlægð frá Borgarnesi, grunn- og leikskóli er í 10 mínútna aksturfjarlægð, bæði á Hvanneyri og á Kleppjárnsreykjum. Húsið stendur við hlið Bæjarkirkju í Bæjarsveit. Sjá staðsetningu:
SmábærHér er eign sem hentar fyrir þá sem vilja eignast hlýlegt heimili í friðsælu umhverfi með víðáttumiklu útsýni. Nánari upplýsingar veitir:Sjöfn Hilmarsdóttir, löggiltur fasteignasali /
s.691 4591 /
sjofn@domusnova.is