Miklaborg kynnir: Góð og vel skipulögð 4ra herbergja íbúð á 4. hæð með sérmerktu bílastæði við Unufell 25 í Breiðholtinu í Reykjavík.
Skv. skráningu HMS er eignin skráð 97 fm að stærð og þar af er geymsla skráð 4,8 fm.
* 3 rúmgóð svefnherbergi
* Þvottaherbergi innan íbúðar
* Stórar svalir með svalalokun.
* Sérmerkt bílastæði við inngang
Nánari upplýsingar veitir Ingimundur Ingimundarson löggiltur fasteignasali í síma 867 4540 eða ingimundur@miklaborg.is
Komið er inn í flísalagt forstofuhol. Þaðan er gengið inn í eldhús og stofu/borðstofu. Eldhús með hvítri innréttingu og flísar á gólfi. Gott rými fyrir eldhúsborð. Úr eldhúsi er gengið inn í þvottaherbergi/geymslu. Frá eldhúsi er gengið inn í rúmgóða stofu sem rúmar bæði borðstofu og stofu. Harðparket á gólfi. Úr stofu er útgengt út á mjög rúmgóðar vestur svalir með svalalokun.
Frá holi er gengið til baðherbergis, og þriggja rúmgóðra herbergja.
Baðherbergi flísalagt að hluta með upphengdu salerni og baðkari með sturtu. Hjónaherbergi rúmgott með góðu skápaplássi og harðparket á gólfi. Tvö rúmgóð svefnherbergi með harðparket á gólfi.
**Kaupendur er hvattir til að kynna sér eignina ítarlega þar sem seljandi getur ekki getið til um ástand hennar.**
Nánari upplýsingar veitir Ingimundur Ingimundarson löggiltur fasteignasali í síma 867 4540 eða ingimundur@miklaborg.is
| Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
|---|---|---|---|---|---|
| 23/09/2015 | 19.050.000 kr. | 23.500.000 kr. | 97 m2 | 242.268 kr. | Já |
| Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
|---|---|---|---|---|
111 | 99.8 | 59,9 | ||
111 | 85.3 | 58,5 | ||
111 | 92.1 | 61,9 | ||
111 | 90.1 | 59,9 | ||
111 | 105.7 | 57,9 |