STOFN FASTEIGNASALA KYNNIR: Mjög fallega og vel skipulagða 100.6 fm. 3ja herbergja íbúð á 4 hæð er í nýlegu lyftuhúsi með stórum og skjólgóðum svölum með útsýni út á höfnina og Álftanesið, ásamt rúmgóðu bílastæði í lokaðri bílageymslu við Hafnarbraut 12G á Kársnesinu í Kópavogi.
Íbúðin er skráð 100,6 fm. og þar af 8,2 fm. geymsla. Hafnarbraut 12G, 200 Kópavogur, nánar tiltekið eign merkt 04-08, fastanúmer 251-0888 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi. Samkvæmt skráningu Þjóðskrár Íslands er birt flatarmál eignarinnar 100,6 fm. Eignin er vel skipulögð á besta stað á Kársnesi, stutt er í skóla, sundlaug, íþróttaaðstöðu og aðra fjölbreytta þjónustu. *Smelltu hér til að skoða myndband um eignina*"Laus fljótlega eftir kaupsamning"- Vandað og viðhaldslétt lyftuhús á vinsælum stað á Kársnesinu.
- Dyrasími með myndavél, ljósleiðari er komin inn í íbúðina.
- Búið er að leggja rafleiðslur fyrir hleðslustöð í bílageymslu.
- Falleg eign fyrir vandláta á eftirsóttum stað í Kópavogi. *Smelltu hér til að sækja söluyfirlit*Sýningu á eigninni annast Benediklt Ólafsson löggiltur fasteignasali og félagsmaður í Félagi fasteignasala s.661-7788 eða með tölvupósti: bo@stofnfasteignasala.is.
Tinna Bergmann í löggildingu fasteignasala, í síma 869-3675, netfang tinna@stofnfasteignasala.isEignin skiptist í: Forstofu, eldhús, borðstofu og stofu, tvö svefnherbergi og baðherbergi og stórar skjólgóðar svalir, geymsla og stæði í bílgeymslu.
Lýsing eignar:
Forstofa: er mjög björt og rúmgóð með tví skiptu gólfefni þar sem einstaklega fallegar flísar eru á votrýminu ( framan fataskápa ) og ljósu harðparketi, þrefaldur fataskápur sem nær upp í loft og fallegum glugga sem birtir yfir forstofuna og alrýmið.
Baðherbergi: er rúmgott með stórar fallegar gráar flísar á gólfi og á veggjum í votrými. Hvít rúmgóð innrétting með handlaug, stór speglaskápur á vegg fyrir ofan handlaug. Innan baðherbergis er tengi fyrir þvottavél og þurrkara með góða innréttingu/ handklæðaskáp. Opnanlegur gluggi og handklæðaofn er á vegg.
Eldhús: er með rúmgóða hvíta innréttingu með fallegum flísum á milli efri og neðri skápa, efri skápar ná upp í loft. Eyja með góða vinnu og eldunaraðstöðu, gufu gleypir og span helluborð. Bakarofn í vinnuhæð og ísskápur og uppþvottavél eru innbyggð í innréttinguna.
Stofa/ borðstofa: er bjart og samlyggjandi með eldhúsinu, gólf síðir gluggar í stofunni, harðparket á gólfi.
Svalir: frá stofu er útgengt á stórar og skjólgóðar svalir með útsýni út á sjó og Álftanesið sem snúa til vesturs.
Hjónaherbergi: er rúmgott með góðum fataskápum, harðparket á gólfi.
Svefnherbergi: er með fallegum gluggum á tvo vegu, harðparket á gólfi.
Stæði í bílageymslu: Sér bílastæði mjög nálægt inngangi, merkt E20 fylgir í lokaðri bílageymslu.
Geymsla: Sér geymsla innan sameignar fyrir framan stæði í bílageymslu.
Sameign: Snyrtileg sameign og stigagangur, tvennar sameiginlegar vagna- og hjólageymslur.
Húsið er staðsett á vinsælum stað í vesturbæ Kópavogs. Brikk bakarí og Brasserie Kársnes eru í næsta húsi. Heillandi umhverfi við sjávarsíðuna með fallegri náttúru og fjölbreyttum afþreyingarmöguleikum, fallegar gönguleiðir. Örstutt frá sjónum og í göngufæri við Sky lagoon böðin.Ert þú að fara selja og vantar þig trausta og metnaðarfulla fasteignasala með reynslu og þinn hag í fyrirrúmi? Þá er okkar heiðurinn að vera fasteignasalinn þinn og þinna! Vantar allar tegundir fasteigna á skrá vegna aukinnar sölu!
" Við höfum Heilindi - Dugnað - Árangur að leiðarljósi".Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. STOFN Fasteignasala ehf. bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.