****Glæsileg 3ja herb. íbúð á 1. hæð með mikilli lofthæð og stæði í bílageymslu.****
Guðlaug Ágústa s: 8486680, gulla@logheimili.is og Lögheimili Eignamiðlun ehf. kynnir eignina Kuggavogur 19, 104 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-19, fastanúmer 250-2927 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Nánari lýsing:
Forstofa: Mjög rúmgóð forstofa með góðum fataskápum og parketi á gólfi.
Baðherbergi: er flísalagt á gólfi og tveimur veggjum upp í loft. "Walk in sturta", handklæðaofn, upphengt salerni, innrétting með vaski og spegill með LED-lýsingu. Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Efri skápar. Gluggi með opnanlegu fagi. Gólfhiti.
Alrými/borðstofa/eldhús/stofa: Mjög stórt, bjart og rúmgott alrými. Gluggar á tvo vegu, borðstofa, eldhús og stofa samliggjandi. Parket á gólfi. Rennihurð út á svalir.
Eldhús: með hvítri eldhúsinnrétting frá HTH með lýsingu undir efri skápum. Eldunareyja með skúffum og þar fyrir ofan háfur með lýsingu. Bakarofn í vinnuhæð, spanhelluborð, uppþvottavél og innbyggður ísskápur. Öll tækin frá AEG.
Gluggar sem snúa að framhlið hússins eru með dekkra gleri sem hindrar innsýn utan frá.
Hjónaherbergi: rúmgott með stórum glugga og fataskápum, parket á gólfi.
Svefnherbergi: með stórum glugga og fataskáp, parket á gólfi.
Geymsla: 9,8 fm á jarðhæð, rúmgóð með mikilli lofthæð.
Bílastæði: merkt B4 í bílageymslu, búið að leggja fyrir hleðslustöð.
Svalir: 6 fm.
Sérafnotaréttur: 2,5 fm fyrir framan íbúðina.
Húsið er einangrað að innan með sjónsteypu að utan, sem mun breytast með samþykktum framkvæmdum sem nú standa yfir, í glæsilega utanhúss klæðningu. Fyrirhuguð verklok eru í ágúst 2025.
Eignin Kuggavogur 19 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 250-2927, birt stærð 96.5
Íbúðin er í útleigu. Leigutekjur 455.000.- á mánuði fyrir íbúð og bílastæði.
Íbúðin er staðsett á skjólsælum stað í nýju og spennandi íbúðahverfi við Elliðaárvoginn í næsta nágrenni við náttúruna og hafið. Í hverfinu er leikskólinn Ævintýraborg auk fjölbreyttrar þjónustu, s.s. matvöruverslunar, hárgreiðslu- og snyrtistofu, líkamsræktarstöðvar ofl. Stutt út á stofnbrautirnar Sæbraut og Miklubraut sem tryggir greiðan aðgang að öðrum hlutum borgarinnar.
Nánari upplýsingar veitir Guðlaug Ágústa Halldórsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8486680, tölvupóstur gulla@logheimili.is.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
- Stimpilgjald af kaupsamningi er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
- Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
- Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
- Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá eða sbr. kauptilboð.
- Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill því Lögheimili eignamiðlun skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.