Helgafell fasteignasala ehf. og Gunnar Sv. Friðriksson lögmaður og löggiltur fasteignasali kynna fallega
4ra herbergja íbúð með sérinngangi og sólpalli við Vallakór 1-3 í Kópavogi. Húsið er vel staðsett og hverfið mjög barnvænt. Þrjú svefnherbergi.
Fyrirhugað fasteignamat ársins 2026 er kr. 78.850.000,-.Smelltu hér til að opna söluyfirlitNánari lýsing:Forstofa - flísar á gólfi og góður fataskápur.
Baðherbergi - flísalagt í hólf og gólf - upphengt salerni - baðkar með sturtuaðstöðu - góð innrétting - handklæðaofn.
Eldhús - parket á gólfi - góð innrétting - bakaraofn í vinnuhæð - flísar milli efri og neðri skápa - keramikk helluborði - vifta - opið við stofu.
Stofa / Borðstofa - björt - parket á gólfi - útgengt á u.þ.b. 20 til 25 fm. sólpall - skrifboð á vegg í stofu fylgir með.
Hjónaherbergi (1) - parket á gólfi - góðir fataskápar.
Herbergi (2) - rúmgott - parket á gólfi - fataskápur.
Herbergi (3) -
var áður hluti af stofu en er stúkað af með léttum veggjum - parket á gólfi.
Þvottahús - innan íbúðar - flísar á gólfi - hillur.
Geymsla - í sameign - málað gólf - hillur.
Hjóla- og vagnageymsla - sameiginleg.
Lóðin er mjög snyrtileg. Hiti er upp ramp við bílastæði og framan við útidyr.
Stutt er í almenningssamgöngur, leikvöll, skóla, leikskóla og íþróttasvæði HK.
Allar frekari upplýsingar veitir Gunnar Sv. Friðriksson í síma 842 2217 / gunnar@helgafellfasteignasala.is