Borgir fasteignasala kynnir eignina Akurhvarf 3, 203 Kópavogur, nánar tiltekið eign merkt 01-03, fastanúmer 227-3110 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Akurhvarf 3 er skráð sem 3ja herbergja íbúð. Birt stærð 105.3 fm.
Nánari upplýsingar veita:
Bjarklind Þór Löggiltur fasteignasali, í síma 6905123, tölvupóstur Bjarklind@borgir.is og
Jóhanna Margrét Jóhannsdóttir Löggiltur fasteignasali, í síma 8200788, tölvupóstur johanna@borgir.is Falleg, björt og vel skipulögð 105,3 fm 3ja herbergja íbúð ásamt sér merktu bílastæði í lokaðri bílageymslu á 1.hæð í góðu lyftuhúsi.
Íbúðin skiptist niður í anddyri, tvö svefnherbergi, stofu, borðstofu, þvottahús, geymslu og stæði í bílageymslu.
Hér má nálgast söluyfirlit yfir eignina
Söluyfirlit Tvö rúmgóð svefnherbergi.
Suðvestursvalir.
Þvottahús inn af eldhúsi, tæki í vinnuhæð.
Í kjallara er rúmgóð sér geymsla (8,1fm), sér merkt stæði í lokaðri bílageymslu og einnig hjóla- og vagnageymsla.
Gólfefni er gegnheilt flæðandi parket nema flísar á baðherbergi, forstofu og eldhúsi.
Eldhús og tæki voru endurnýjuð 2017-2018.
Eignin er mjög vel staðsett, en stutt er í fallegar gönguleiðir og alla helstu þjónustu, matvöruverslun, skóla, leikskóla og íþróttamiðstöðina Kórinn.
Húsið er að mestu klætt að utan og er sameign mjög snyrtileg og á sameiginlegri lóð eru leiktæki.
Bílastæði eru malbikuð og göngustígar hellulagðir. Garðurinn er tyrfður. Gott aðgengi er að bílageymslu.
Húsgjöld íbúðar eru 35.991 kr. en þá er allur almennur rekstur húsfélagsins innifalinn sem og allur hitakostnaður, rafmagn í sameign, þrif sameignar og sorpgeymslu og húseigendatrygging.