ALLT fasteignasala kynnir í einkasölu glæsilega og bjarta 4 herbergja íbúð með lyftu, sérinngangi og fallegu hafútsýni í Innri Njarðvík.
Íbúðin er skráð 111 fm, er björt og vel skipulögð. Tvö sérmerkt bílastæði fylgja eigninni.
Nánari upplýsingar og skoðunarbókanir:
Unnur Svava Sverrisdóttir, löggiltur fasteignasali unnur@allt.is eða 8682555
Elín Frímannsdóttir, löggiltur fasteignasali, elin@allt.is eða 8674885*** Gólfhiti í allri íbúðinni
*** Sérsmíðaðar innréttingar frá Parka
*** Suðursvalir með útgengi úr stofu
*** Þvottahús og geymsla innan íbúðar
*** Hjóla- og vagnageymsla í sameign
*** Stutt í leik- og grunnskóla og alla helstu þjónustu
Nánari lýsing: Anddyri: Flísalagt með fataskáp
Stofa: Rúmgóð og björt, parket á gólfi, útgengt á svalir
Eldhús: Stílhrein innrétting, innbyggð uppþvottavél og eyja með helluborði. Parket á gólfi
Hjónaherbergi: Rúmgott með góðum skáp og parketi
Svefnherbergi II & III: Með skápum og parketi
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf, með baðkari og sturtuaðstöðu, handklæðaofn og snyrtilegri innréttingu
Geymsla: Innan íbúðar með glugga og flísum á gólfi
Þvottahús er Flísalagt, innan íbúðar, með vaski, góðri innréttingu, skáp og glugga.
Byggt 2008 en tekið í notkun 2016.
Eignin er afar vel staðsett, beint við hlið Stapaskóla, þar er jafnframt að finna almenningssundlaug og bókasafn sem nýtist íbúum hverfisins vel.Vertu tilbúin(n) þegar rétta eignin birtist – skráðu eignina þín í dag og tryggðu þér forskotið.ALLT fasteignasala er staðsett á eftirfarandi stöðum:Hafnargötu 91, 230 Reykjanesbæ - Þverholti 2, 270 Mosfellsbæ
Kostnaður kaupanda:1. Af gjaldskyldum skjölum skal greiða 0,8% af fasteignamati ef kaupandi er einstaklingur, fyrstukaupendur 0,4% og 1,6% af fasteignamati ef kaupandi er lögaðili.
2. Þinglýsingargjald á hvert skjal er kr. 2.700.
3. Lántökugjald fer eftir verðskrá lánastofnunar hverju sinni.
4. Umsýslugjald til ALLT fasteignasölu er kr. 69.440 m/vsk.
5. Sé um nýbyggingu um að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
Skoðunar- og aðgæsluskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. ALLT fasteignasala vill beina því til væntanlegs kaupanda að kynna sér ástand fasteignar vel við skoðun og fyrir tilboðsgerð. Ef þurfa þykir er ráðlagt að leita til sérfræðifróðra aðila. Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit þetta er samið af fasteignasala til samræmis við lög um sölu fasteigna og skipa nr. 70/2015. Upplýsingar þær sem koma fram í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, frá seljanda og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eignina til samræmis við upplýsingaskyldu sína sbr. lög um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteignar sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki með berum augum, eins og t.d. lagnir, dren, skólp og þak.