Garðatorg eignamiðlun kynnir: Glæsilegt vel staðsett endaraðhús á tveim hæðum ásamt innbyggðum bílskúr á þessum eftirsótta stað í Urriðaholti í Garðabæ, aðkoma að húsi er að efri hæð. Fjögur svefnherbergi eru í húsinu, þrjú baðherbergi ásamt þvottahúsi og fjölskyldurými. Rúmgóð stofa og eldhús í opnu og björtu rými með fallegu útsýni og góðum svölum.
Eignin selst á byggingastigi 3, tilbúið til innréttinga. Fullbúið að utan, einangrað og klætt að utan með álklæðningu, þakkanturinn frágenginn. Lóðin frágengin. Gluggar eru ál/tré. Húsin eru byggð í samræmi við nútímaþarfir, kröfur og staðla.
Húsið er sérstaklega vel staðsett í suðurhlíð með útsýni yfir vatnið og er gólfvöllurinn Oddur í göngufæri. Einnig eru góðir skólar, leikskólar og veitingastaðir í göngufæri.Um er að ræða eign sem er skráð skv. F.M.R. 243,5m2 og þar af er bílskúr 29,1m2.HÚSINVið hönnun hússins er lögð áhersla á að íbúar húsins njóti útsýnis og sólar, meðal annars með stórum gluggum, veröndum og svölum, stórar rennihurðar úr borðstofu, þá er lögð áhersla á að sjónrænt myndi húsið heildasvip og að samræming sé í efnis og litavali. Hús er skráð: 243,5 m2 þar af er bílskúr 29,1. Lýsing anddyri, stofa/ borðstofa, eldhús og fjögur svefnherbergi, fjölskyldurými, gestasnyrting, baðherbergi og snyrting innaf hjónaherbergi, þvottahús, ásamt innbyggðum bílskúr.
Innra skipulag efri hæðar: Anddyri, forstofuherbergi, gestasnyrting, eldhús, borðstofa og stofa, útgengt úr stofu á svalir með rennihurð. Bílskúr. Innra skipulag neðri hæðar: Þrjú svefnherbergi, fjölskyldurými, baðherbergi, snyrting, þvottahús.
Frágangur:Burðarvirki: Sökklar, plötur, útveggir og berandi veggir hússins eru steinsteyptir og jarnbentir. Lagnir: Rör í rör lagnakerfi. Húsið er upphitað með gólfhita, varmaskiptir en þó ekki stýringar.
Útveggir: Útveggir eru einangraðir að utan og klæddir með litaðri álklæðningu og lítill hluti með harðvið.
Raflagnir: Skiliist tilbúið til innréttinga eða fokhelt skv. skilalýsingu.
Gluggar/hurðir og gler: Gluggar eru Ál/tré að innan og litað ál að utan, glerjaðir með tvöföldu K-gleri. Bílskúrshurðin er ál, einangruð.
Þak: Þakvirkið er úr timbursperrum, klætt með báraðri málmklæðningu að ofan. Þakið er einangrað með þakull og rakavarið að innan með þolplasti, rafmagnsgrind: Skil samkvæmt skilalýsingu.
Innveggir: Frágangur skv. skilalýsingu.
Svalir: Eru c.a 13 fm. Svalarhandrið eru úr málmprófílum og klædd með öryggisgleri.
Lóð: Frágengin
HVERFIÐHúsin standa við Kinnargötu 36-42 í Urriðahverfi í Garðabæ. Skammt frá er Urriðaskóli sem er grunn-
og leiksskóli hverfissins. Í næsta nágrenni er golfvöllur, Urriðarvöllur, útivistarsvæðin í Heiðmörk, Vífilstaðarvatn og við Urriðavatn. Efst á Háholti er gert ráð fyrir blandaðri byggð íbúða og þjónustu s.s. verslun, heilsugæslu, skólum og íþróttamannvikjum. Urriðaholt er umlukið fjölbreyttum opnum náttúrusvæðum og er fyrsta hverfið á Íslandi til að hljóta vistvottun skv. vottunarkerfi BREEAM Communities. Hverfið byggir á hugsjón um að íbúðarbyggð eigi að hámarka lífsgæði fólks sem þar býr í sátt við náttúruna og umhverfið allt. Hverfið nýtur allra þjónustu sem Garðabær hefur uppá að bjóða. Nánar má lesa um hverfið á vefnum
http://urridaholt.is/Upplýsingar um eignina veitir: Ragnar G. Þórðarson lögg. fasteignasali sími: 899-5901 eða ragnar@gardatorg.isGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Garðatorg Eignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.