Fáðu nánari upplýsingar og gerðu tilboð á sölusíðu eignarinnar.
Kaupstaður fasteignasala kynnir: Björt og falleg 4ra herbergja, 95,3 fm auk 21,4 fm bílskúrs, samtals 116,7 fm á fjórðu og efstu hæð í fallegu húsi í Safamýrinni. Íbúðin er endaíbúð með glæsilegt útsýni og tvennum svölum.
Forstofa / andyri: er með harðparketi á gólfum og góðum fataskáp á gangi.
Eldhúsið: er bjart með hvítri innréttingu frá Brúnási og vínildúk á gólfi.
Stofan/borðstofa: er björt og falleg með harðparketi á gólfum og þaðan er útgengt á svalir sem snúa í suðvestur með glæsilegu útsýni.
Hjónaherbergið: er rúmgott með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi II: með fataskáp og harðparkerti á gólfi.
Svefnherbergi III: Með fataskápa og harðparketi á gólfi og útgengi á litlar svalir í austur. Skipt um svalahurð í litla herberginu sl. haust
Baðherbergið: Nýuppgert í janúar árið 2023, þá voru settar nýjar flísar, innréttingar og lagður gólfhiti.Físar eru á gólfi veggjum og hvít innrétting, upphengt salerni og handklæðaofn.
Í sameign er þvottahús og sérgeymsla íbúðar ásamt sameiginlegri hjóla- og vagnageymslu. Sameign er snyrtileg og vel við haldið.
Bílskúrinn er í bílskúrslengju framan við hús.
Lóð: Fallegur og vel til hafður garður. Göngustígar steyptir og bílastæði malbikuð.
Staðsetning eignar er mjög góð og er stutt í alla almenna þjónustu svo sem skóla, leikskóla og verslunarkjarna. Falleg, björt og snyrtileg eign á mjög eftirsóttu svæði.
Fyrirvarar
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill seljandi því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteignarinnar fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.
Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002.
Dagsetning | Fasteignamat | Kaupverð | Stærð | Fermetraverð | Nothæfur samningur |
---|---|---|---|---|---|
07/10/2019 | 42.700.000 kr. | 44.500.000 kr. | 116.7 m2 | 381.319 kr. | Já |
18/09/2014 | 23.850.000 kr. | 28.500.000 kr. | 116.7 m2 | 244.215 kr. | Já |
Götuheiti | Pnr. | Póstnr. | m2 | Verð |
---|---|---|---|---|
108 | 92.5 | 79,9 | ||
108 | 82.2 | 79,5 | ||
108 | 87.4 | 79,9 | ||
108 | 78.1 | 76,9 | ||
108 | 79.7 | 79,8 |