Fasteignasalan Byggð 464-9955
Barmahlíð 4
Um er að ræða fallegt og mikið endurnýjað einbýlishús á tveimur hæðum og pöllum ásamt sambyggðum bílskúr. Góð verönd vestan við hús með heitum og köldum potti. Svefnherbergin eru fimm og eru tvö baðherbergi. Eignin er skráð samtals 275,2 fm. að stærð þar af er bílskúr 32,5 fm.
Eignin skiptist í tvær hæðir og tvo palla. Forstofa, geymsla, þvottahús með bakdyrainngangi og bílskúr á neðstu hæð. Tvö svefnherbergi og baðherbergi á næsta palli, eldhús, borðstofa, sjónvarpshol og stofa á efri hæðinni og er þar útgengi út á verönd. Á efsta palli eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi.
Forstofa rúmgóð með flísum á gólfi og fataskáp.
Þvottahús og auka forstofa með bakdyrainngangi norðan við hús, góður fataskápur og góð innrétting með stæði fyrir þvottavél og þurrka í vinnuhæð ásamt vaski. Gott vinnupláss, vaskur og opnanlegur gluggi.
Geymsla er innaf þvottahúsi með hillum.
Bílskúr er skráður 32,5 fm. að stærð og er þar ný rafdryfin innkeyrsluhurð og einnig inngönguhurð við aðalinngannginn.
Eldhús er mjög rúmgott með góðu vinnu- og skápaplássi, innbyggð uppþvottvél sem fylgir með við sölu, tvöfaldur ofn í vinnuhæð, Miele spanhelluborð og stæði fyrir tvöfaldan ísskáp ásamt innfelldum tækjaskáp. Quartz steinn á bekkjum.
Borðstofa og eldhús í opnu rými með parket á gólfi, frábæru útsýni yfir í Vaðlaheiði.
Sjónvarpshol með parket á gólfi og er þar arin. Úr sjónvarpsholi er rúmgóð stofa með gluggum til þriggja átta. Af hæðinni er gengið út á rúmgóða steypta verönd við vesturhlið hússins. Þar er heitur og kaldur pottur.
Svefnherbergin eru fimm, tvö þeirra eru á neðri palli og þrjú á efsta palli hússins. Herbergin eru öll með parketi á gólfi. Fataskápar eru á gangi fyrir framan við herbergin nema í hjónaherberginu, þar eru fataskápar. Úr stærra herberginu á neðri palli er útgengi út á steypta verönd til suður og úr hjónaherberginu á efsta palli er útgengi út á steyptar svalir til suðurs.
Baðherbergin eru tvö, annað á neðri palli og hitt á efsta pallinum. Baðherbergið á neðri hæðinni er mjög rúmgott, með flísum á gólfi og veggjum, upphengdu wc, baðkari og opnanlegum glugga. Góð innrétting með góðu vinnu- og skápaplássi. Á baðherbergi á efsta palli er walk-in sturta og innrétting við vask. Upphengt wc og opnanlegur gluggi.
Framkvæmdir síðustu ára að sögn eigenda:
- Baðherbergi á neðri hæð endurnýjað 2011 og settar nýjar innihurðar.
- Þvottahús endurnýjað 2015.
- Eldhús endurnýjað 2016, settur gólfhiti á þá hæð og innfelld lýsing í loft.
- Árið 2017 var veröndin steypt, sett snjóbræðsla í hana og drenað meðfram vestur-, suður- og austurhliðinni að hluta.
- Lóð var endurgerð og lagt nýtt gras 2017.
- Þak var yfirfarið og þakjárn og þakkantur endurnýjað 2021.
- Ný bílskúrshurð og nýjar útidyrahurðar í forstofu og þvottahúsi 2023.
Annað:
- Hitalagnir eru í bílaplani og steyptri verönd, lokað kerfi.
- Gólfhiti er á aðalhæðinni, forstofunni, þvottahúsinu og á báðum baðherbergjunum.
- Geymsluloft er yfir hluta.
- Ljósleiðari.
- Verönd með heitum og köldum potti
- Stutt í leik-, grunn- og háskóla
- Stutt í verslun, heilsugæslu og aðra þjónustu og íþróttarsvæði þórs
- Útsýni
ATH. fasteignasali hefur gert smávægilegar breytingar á upprunalegu grunnmyndum til að sýna núverandi nýtingu eignarinnar.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga m.v. að lágmarki 50% eignarhlut).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar -almennt 0,5-1,0% af höfuðstól skuldabréfs (nánari upplýsingar m.a. á heimasíðum lánastofnanna).
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Frekari upplýsingar:
bjorn@byggd.is
greta@byggd.is
olafur@byggd.is
Skipagötu 16 á 2. hæð.
S:464 9955