Lind fasteignasala ehf. - Viðar Marinósson Löggiltur fasteignasali - vidar@fastlind.is kynnir eignina Búðavað 6, 110 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 01-01, fastanúmer 230-5672 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Parhús á tveimur hæðum við Búðavað 6, 110 Reykjavík. Efri hæðin er 99,7 fm, neðri hæðin 88,6 fm og bílskúr 30,7 fm, samtals 219,0 fm.
Virkilega vel skipulagt og fallegt parhús á tveimur hæðum sem skiptist í forstofu, baðherbergi, þvottahús og þrjú herbergi á neðri hæð og stofu, eldhús, hjónaherbergi, baðherbergi og geymslu/skrifstofu/herbergi á efri hæð. Húsið stendur á mjög skemmtilegum stað syðst í hverfinu næst Elliðavatni með miklu útsýni.
4 til 5 svefnherbergi.
Nánari lýsing:
Neðri hæð:
Rúmgóð forstofa með skápum, gólfsíður gluggi. Innangengt er úr forstofu inn í bílskúr.
Þvottahús með stórri hvítri innréttingu, útgangur út í garð úr þvottahúsi.
Baðherbergi með rúgóðri sturtu, flísalagt á gólfi og veggjum.
Þrjú rúmgóð svefnherbergi eru á neðri hæðinni, gengið út í garð úr einu þeirra.
Á gólfum neðri hæðar er steinteppi að mestu.
Efri hæð:
Rúmgóð og björt stofa og samliggjandi borðstofa með fallegum gólfsíðum gluggum. Úr stofu er gengið út á stórar ca. 21 fm. svalir sem vísa til suðurs, heitur pottur er á svölunum. Gríðarlegt útsýni yfir Elliðavatnið og Bláfjöllinn af svölunum.
Eldhús með fallegri hvítri innréttingu og eyju með helluborði, vönduð tæki.
Hjónaherbergi er rúmgott.
Baðherbergi er flísalagt, hvít innrétting, baðkar og stór sturtuklefi.
Herbergi/skrifstofa/fataherbergi sem á teikningu er merkt sem geymsla.
Á gólfum efri hæðar eru vandaðar hvítar flísar.
Þak var endurnýjað þ.e. einangrun og tvöfallt lag af pappa fyrir ca. 3 árum.
Bílskúrinn er 30,7 fm með rafmagni og heitu/köldu vatni og hurðaopnara. Bílskúrinn er rúmgóður og vel frá genginn með góðri vinnuaðstöðu. 3ja fasa rafmagn og hleðslustöð fyrir rafbíl. Hiti í hellulögðu plani fyrir framan húsið.
Einstök staðsetning við jaðar náttúrunnar og einstakt útsýni af svölum og úr stofunni.
Nánari upplýsingar veitir Viðar Marinósson Löggiltur fasteignasali, í síma 898-4477, tölvupóstur vidar@fastlind.is.