Fasteignasalan TORG kynnir:Vel skipulagða og mikið endurnýjaða fjögurra herbergja íbúð á 3. hæð í Leirubakka 20 á fjölskylduvænum stað í Breiðholtinu.
Íbúðin er skráð 101,2 fm., þar af er geymsla 8,3 fm.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, þvottahús, þrjú svefnherbergi, stofu, baðherbergi og geymslu.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, í síma 623-8889 og unnur@fstorg.isNÁNARI LÝSING:
Forstofa: Fataskápur og harðparket á gólfi.
Eldhús: Með endurnýjaðri innréttingu þar sem efri skápar ná upp í loft, ísskápur og nýleg innbyggð uppþvottavél fylgja. Flísar á gólfi.
Borðstofa/stofa: Stórt opið alrými með útgönguhurð út á svalir til suðurs. Harðparket á gólfi.
Herbergi 1: Rúmgott með góðum skápum. Harðparketi á gólfi.
Herbergi 2: Tvöfaldur fataskápur. Harðparket á gólfi.
Herbergi 3: Harðparket á gólfi.
Baðherbergið: Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum, upphengdri baðinnréttingu og salerni. Baðkar er með sturtu.
Þvottahús: Þvottahús er inn af eldhúsi með innréttingu og miklu skápaplássi. Flísar á gólfi og gluggi.
Geymsla: Sérgeymsla er í sameign.
Viðhald að sögn fyrri eigenda(ártöl óþekkt):Eldhús endurnýjað
Þvottahús og baðherbergi endurnýjað
Gler endurnýjað eftir þörfum
Rafmagnstafla, tenglar og rofar íbúðar endurnýjað
Viðhald að sögn seljenda:Innihurðar endurnýjaðar
Harðparket endurnýjað
Fataskápar endurnýjaðir
Vel skipulögð og mikið endurnýjuð eign á vinsælum og fjölskylduvænum stað í Reykjavík. Stutt er í skóla, íþróttir, útivist í Elliðaárdal og alla helstu þjónustu eins og verslunarkjarnann í Mjódd. Góður sameiginlegur garður með barnvænu leiksvæði.
Nánari upplýsingar veitir Unnur Svava, löggiltur fasteignasali, í síma 623-8889 og unnur@fstorg.isGjöld sem kaupandi þarf að greiða vegna kaupa á fasteign:1. Stimpilgjald af fasteignamati fasteignar er 0.8%, en 0,4% fyrir fyrstu kaup og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald kr. 2.700.- kr. af hverju skjali.
3. Lántökukostnaður lánastofnunar - mismunandi eftir lánastofnunum.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. samningi.
Skoðunarskylda kaupanda:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sanneynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.