Fimmtudagur 20. nóvember
Fasteignaleitin
Opið hús:20. nóv. kl 12:00-12:30
Skráð 6. nóv. 2025
Deila eign
Deila

Skúlagata 20

FjölbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Miðborg-101
63.4 m2
2 Herb.
1 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
64.900.000 kr.
Fermetraverð
1.023.659 kr./m2
Fasteignamat
59.950.000 kr.
Brunabótamat
38.000.000 kr.
Mynd af Hrafnkell P. H. Pálmason
Hrafnkell P. H. Pálmason
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1997
Þvottahús
Lyfta
Útsýni
Sameig. Inng.
Fasteignanúmer
2231990
Húsgerð
Fjölbýlishús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
9
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Lóð
0,89
Inngangur
Sameiginlegur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Hrafnkell Pálmi kynnir til sölu bjarta og vel skipulagða tveggja herbergja útsýnisíbúð á 9. hæð í lyftuhúsi fyrir 60 ára og eldri við Skúlagötu í Reykjavík.
Góðar yfirbyggðar suður svalir með fallegu útsýni að Skólavörðuholti.
Geymsla og þvottaaðstaða innan íbúðar. Dyrasími með myndavél í íbúðum. 

Eignin getur verið laus við undirritun kaupsamnings.

Fyrirhugað fasteignamat 2026 er kr. 65.950.000-.

Íbúð merkt: 901.

Eignin er skráð 63,4 fm að stærð og skipist í anddyri, eldhús, stofu, svefnherbergi, baðherbergi og geymslu innan íbúðar.


Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236, tölvupóstur hrafnkell@fastlind.is

Nánari lýsing:
Komið inn í anddyri íbúðar um snyrtilega sameign og þar er rúmgóður fataskápur.
Eldhúsið, borð- og setustofa eru í opnu og björtu alrými með parketi á gólfi og góðum gluggum til suðurs. Innrétting með góðu vinnurými, gott skápapláss og ofn í vinnuhæð.
Borð- og setustofa koma í beinu framhaldi frá eldhúsi og þar er parket á gólfi með glugga til suðurs og útgengi á yfirbyggðar suður svalir þar sem njóta má fallegs útsýnis yfir miðbæ Reykjavíkur og upp á Skólavörðuholt.
Svefnherbergið er með stórum fataskápum, parketi á gólfi og glugga til suðurs með opnanlegu fagi.
Baðherbergið er með ágætri innréttingu með efri og neðri skápum og tengi fyrir þvottavél. Á baðherbergi er einnig sturta. Á gólfi er dúkur og á veggjum eru flísar.
Inn af anddyri íbúðar er sérgeymslan. 

Hlutfallstala í húsi og lóð: 0,89%
Í húsinu eru tvær lyftur, sameiginlegur samkomusalur, starfandi húsvörður og fjölbreytt félagsstarf.
Góð aðkoma er að húsinu Lindargötumegin og eru bílastæði þar fyrir íbúa sem og rafhleðslustæði. 


Falleg íbúð á frábærum stað í hjarta miðborgarinnar á stað þar sem stutt er í alla helstu þjónustu.

Næst húsinu við aðalinngang, við Lindargötu, rekur Reykjavíkurborg þjónustu, Vitatorg, fyrir eldri borgara. þar má finna ýmsa þjónustu í boði, meðal annars fjölbreytt félagsstörf og matur, sjá nánar á síðu Reykjavíkurborgar http://reykjavik.is/stadir/lindargata-59-felagsstarf.
Aðgengi að sameiginlegum svölum á 9.hæð.

Á 1. hæð hússins er samkomusalur með eldhúsi og snyrtingum sem er í sameign íbúða hússins og íbúar geta leigt gegn vægu gjaldi.
Útgengi er á sameiginlegar svalir til austurs frá hæðinni með afar fallegu útsýni út á sundin og yfir austurhluta miðborgarinnar.  
Einnig er húsvarðaríbúð í húsinu sem er í sameign íbúða hússins.

Nánari upplýsingar veitir Hrafnkell P. H. Pálmason Löggiltur fasteignasali, í síma 690 8236, tölvupóstur hrafnkell@fastlind.is.

Skúlagata 20, 101 Reykjavík, nánar tiltekið eign merkt 09-01, fastanúmer 223-1990 ásamt öllu því sem eigninni fylgir, þar með talið tilheyrandi lóðar og sameignarréttindi.
Eignin Skúlagata 20 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 223-1990, birt stærð 63.4 fm.

Íbúðina má eingöngu selja félagsmönnum í Félagi eldri borgara og er eignin fyrir 60 ára og eldri en hægt er að ganga í félagið með auðveldum hætti.

-----------------------------------------------------------------------
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 
1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila 
    Fyrstu kaup - 0,4% af heildarfasteignamati
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
23/07/202559.950.000 kr.62.500.000 kr.63.4 m2985.804 kr.
22/10/201840.900.000 kr.35.200.000 kr.63.4 m2555.205 kr.Nei
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Hringbraut 99
Skoða eignina Hringbraut 99
Hringbraut 99
101 Reykjavík
79.3 m2
Fjölbýlishús
312
818 þ.kr./m2
64.900.000 kr.
Skoða eignina Laugavegur 28D
Skoða eignina Laugavegur 28D
Laugavegur 28D
101 Reykjavík
44.8 m2
Hæð
211
1404 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Skoða eignina Barónsstígur 23
Barónsstígur 23
101 Reykjavík
82.9 m2
Fjölbýlishús
312
754 þ.kr./m2
62.500.000 kr.
Skoða eignina Nýlendugata 20
Opið hús:20. nóv. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Nýlendugata 20
Nýlendugata 20
101 Reykjavík
77.6 m2
Fjölbýlishús
312
811 þ.kr./m2
62.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin