Fjallalind 9, 201 Kópavogi, 4ja herb. parhús á einni hæð ásamt bílskúr.
Stór sólrík timburverönd ásamt heitum potti.
Hellulagt plan með snjóbræðslu.
Eignin er skráð skv. Þjóðskrá Íslands 145,8 fm. þar af 33,1 fm. bílskúr
Nánari upplýsingar:
Edda Svavarsdóttir, löggiltur fasteignasali, sími 845-0425 (edda@fjarfesting.is)
Smári Jónsson, löggiltur fasteignasali, sími 864-1362 (smari@fjarfesting.is)
.
Nánari lýsing:
Anddyri, flísalagt með skápum.
Sjónvarpshol, rúmgott með flísum.
Eldhús, innrétting hvíttaður hlynur, með flísum á gólfi.
Björt stofa og borðstofa með parketi á gólfum.
Svefnherbegri, gott skápapláss, parket á gólfi.
Barnaherbergi eru tvö, fataskápar, parket á gólfi. Sameiginlegt leiksvæði aðgengilegt úr báðum barnaherbergjum er fyrir ofan svefnherbergi og hluta af sjónvarpsholi.
Baðherbergi, innrétting, baðkar með sturtu, upphengt salerni og handklæðaofn.
Þvottahús, innrétting fyrir þvottavél og þurrkara, flísar á gólfi.
Gólfhiti er í forstofu, baðherbergi og eldhúsi, aukin lofthæð og innfelld lýsing. Allar innihurðir eru hvíttaður hlynur.
Rúmgóður bílskúr, með vatni, hita og rafmagni.
Geymslupláss yfir hluta af bílskúr.
Sólríkir pallar. Innbyggður heitur pottur.
Fallega ræktaður garður.
Þriggja fasa rafmagn er fyrir hleðslustöð, en hleðslustöð fylgir ekki með.
Um húsið:
Bílskúrshurð ný árið 2024.
Þak málað árið 2021.
Eignin hefur fengið eðlilegt viðhald og nú síðast var endurnýjað timbur í þakgafli og dregarar í palli þar sem þess þurfti.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fjárfesting Fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.