Miðvikudagur 2. júlí
Fasteignaleitin
Opið hús:03. júlí kl 17:00-17:30
Skráð 1. júlí 2025
Deila eign
Deila

Holtagerði 22

HæðHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
145 m2
6 Herb.
5 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
123.700.000 kr.
Fermetraverð
853.103 kr./m2
Fasteignamat
88.100.000 kr.
Brunabótamat
80.450.000 kr.
ÞH
Þórir Helgi Sigvaldason
lögmaður og lögg. fasteignasali
Byggt 1969
Þvottahús
Garður
Sérinng.
Fasteignanúmer
2062440
Húsgerð
Hæð
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað að hluta
Raflagnir
Óþekkt
Frárennslislagnir
Endurnýjað að hluta
Gluggar / Gler
Endurnýjað 2012
Þak
Óþekkt
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Háborg kynnir glæsilega og vel skipulagða 6 herbergja 145 fm neðri sérhæð í fallegu og vel viðhöldnu tvíbýlishúsi við Holtagerði á Kársnesinu í Kópavogi.

Sérinngangur og sér bílastæði.

Lóðin er falleg og vel viðhaldin. Glæsilegar afgirtar verandir á lóðinni, sem snúa til suðurs og vesturs. Fallegur gróður, ávaxtatré og steinhleðslur. Rúmgóður geymsluskúr með rafmagni.

Nánari lýsing:
Forstofa er flísalögð, með góðum fataskápum.
Þvottaherbergi er innaf forstofu, með flísum á gólfi, innréttingu fyrir þvottavél/þurrkara og vinnuborði með vaski. 
Fataherbergi/geymsla tengir þvottaherbergi og herbergisgang. Með flísum á gólfi og innréttingu.
Hol er með flísum á gólfi
Stofa er rúmgóð með flísum á gólfi og stórum gluggum og rennihurð á verönd til vesturs. Stofa er opin við eldhús.
Eldhúsinnrétting er nýleg. 
Svefngangur er flísalagður. Þrjú svefnherbergi eru af svefngangi.
Svefnherbergi 1 (Hjónaherbergi) er innaf svefngangi, með parketi á gólfum og góðum skápum. Gluggar til norðurs með útsýni á sundin.
Svefnherbergi 2 er innaf svefngangi, er með parketi á gólfum og glugga til norðurs.
Svefnherbergi 3 er innaf svefngangi, með parketi, skápum og glugga til austurs.
Svefnherbergi 4. Sólstofa sem nýtt hefur verið sem stórt svefnherbergi (um 20 fm). Þak hefur verið einangrað og filmur settar í glugga. Hiti í gólfi. Rennihurð út á verönd til norður og vesturs.
Svefnherbergi 5 hefur verið stúkað af við eldhús. Gengið inn úr holi. Parket á gólfi og gluggi til suðurs.
Baðherbergi er flísalagt á gólfum og veggjum. Baðkar með sturtutækjum og glugga til norðurs. Upphengt salerni og handklæðaofn.

Timburverönd er rúmgóð, afgirt og snýr til vesturs og norðurs. Heitur og kaldur pottur. Markísa yfir pottum. Fallegt útsýni yfir sundin og að Snæfellsjökli. Rúmgóður geymsluskúr með rafmagni er við enda verandar. Lóð er óskipt samkvæmt eignaskiptayfirlýsingu en samkomulag er meðal eigenda hússins um skiptingu.
Hellulögð verönd er sunnan og vestan megin við húsið. Afgirt og snyrtileg, með fallegum steinhleðslum og gróðri. Úr stofu er nýleg stór rennihurð út á veröndina.

Húsið lítur vel út og ber með sér gott viðhald.

Teikningar af bílskúrum liggja fyrir og eru í samþykktarferli.

Að sögn eiganda var hús og þak málað fyrir uþb. 10 árum. Skipt um glugga árið 2012. Þak endurnýjað árið 2004. Nýlega hafi verið skipt um vatns-, ofna- og frárennslislagnir að mestu. Skipulagi jafnframt breytt lítillega frá teikningum, þ.e. herbergi stúkað af frá eldhúsi, eldhúsinnrétting endurnýjuð og rennihurð sett úr stofu út á verönd til vesturs.

Eignin er frábærlega staðsett, beint á móti nýjum Kársnesskóla. Stutt er í alla helstu þjónustu, sundlaug, íþróttasvæði og fallegar göngu- og hjólaleiðir. 

Allar nánari upplýsingar veitir Þórir Helgi Sigvaldason lögmaður og fasteignasali í síma 823-7170 eða thorir@haborg.is.


 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
23/06/202588.100.000 kr.25.700.000 kr.145 m2177.241 kr.Nei
21/10/202054.800.000 kr.16.550.000 kr.145 m2114.137 kr.Nei
14/01/202054.800.000 kr.66.200.000 kr.145 m2456.551 kr.
06/01/201845.000.000 kr.63.000.000 kr.145 m2434.482 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Naustavör 66
Bílastæði
Opið hús:03. júlí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Naustavör 66
Naustavör 66
200 Kópavogur
105.9 m2
Fjölbýlishús
312
1227 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Skoða eignina Naustavör 66
Bílastæði
Opið hús:03. júlí kl 17:00-17:30
Skoða eignina Naustavör 66
Naustavör 66
200 Kópavogur
124 m2
Fjölbýlishús
322
1088 þ.kr./m2
134.900.000 kr.
Skoða eignina Naustavör 64
Bílastæði
Skoða eignina Naustavör 64
Naustavör 64
200 Kópavogur
131.6 m2
Fjölbýlishús
312
1025 þ.kr./m2
134.900.000 kr.
Skoða eignina Naustavör 66
Bílastæði
Skoða eignina Naustavör 66
Naustavör 66
200 Kópavogur
105.9 m2
Fjölbýlishús
312
1227 þ.kr./m2
129.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin