Guðrún Antonsdóttir fasteignasali og Lind fasteignasala kynna stórt enbýlishús á rólegum stað innst í botlanga í nálægð við náttúru. Fallegt fjölskyldu hús sem auðvelt er að bæta við herbergjum. Bókið skoðun.
Áætlað fasteignamat eignar fyrir 2026 er 150.250.000kr
Eignin skiptist í: Forstofu, gestasnyrtingu, þrjár stofur, eldhús, fimm svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús, þurkherbergi og geymslur. Auk frístandandi bílskúr
Eignarhlutar skiptist í aðalíbúð á miðhæð 107,2fm, kjallari 79,3fm, ris 78,6fm, þar eru einnig óskráðir fermetrar undir 180cm. Bílskúr 28,1fm. Alls 293,2
Byggingarár eignar er 1982, sömu eigendur frá upphafi
Miðhæð lýsingGengið er inn í forstofu með flísum á gólfi. Á vinstri hönd er gestasalerni, flísalagt í hólf og gólf, salerni, handlaug og opnanlegur gluggi.
Eldhúsið er mjög rúmgott og bjart rými með þremur gluggum sem hleypir inn náttúrulegri birtu inn í rýmið. Eldhúsinnréttingin er upprunaleg viðarinnrétting með efri og neðri skápum og stórum búrskáp. Tengi fyrir uppþvottavél og flísar á gólfi. Góður borðkrókur er við glugga. Við hlið eldhús er stórt þvottahús með flísum á gólfi, hurð er út í garð frá þessu rými. Inn af þvottahúsi er þurkherbergi.
Til hliðar við eldhúsið er borðstofan og tvær stórar stofur þar sem húsbóndaherbergið var ekki sett upp eins og sýnt er á teikningu. Flísar eru á gólfi
Stofan er móti suðri og útgengt út í gróin garð.
Rishæð lýsingKomið er upp timbur stiga á rishæðina sem er að hluta til undir súð sem nýtast vel.
Stór stofa/ sjónvarpsstofa með glugga og parketi á gólfi, gengið er inn í allar vistarverur frá stofu.
Fjögur rúmgóð svefnherbergi með parketi á gólfum. ( vantar mynd af einu herbergi)
Gengið er úr einu herbergi rishæðar út á svalir sem snúa á móti suðaustri.
Aðalbaðherbergi hússins er panelklætt í lofti með flísum á gólfi. Baðkar, salerni og ljós innrétting. Opnanlegur gluggi.
Kjallari lýsingGengið niður steyptan flísalagðan stiga, á hægri hönd þegar komið er niður er stórt tvöfallt herbergi sem hefur verið nýtt sem herbergi og stofa, hægt væri að setja upp hurð og nota sem tvö svefnherbergi. Annað rými í kjallara er nýtt í dag sem geymslur.
Bílskúrinn er með flísum á gólfi, heitu og köldu vatni.
Bílastæði eru sitthvoru megin bílskúrinn, hægt er að bæta við bílastæði
Sjá hér hlekk inn á vef Reykjavíkurborgar með teikningar -
ÝTTU HÉRFrekari upplýsingar veitir Guðrún Antonsdóttir fasteignasali í síma 621-2020 eða á gudrun@fastlind.is