Hreiðar Levý, lögg. fasteignasali og Betri Stofan Fasteignasala kynna fallega, opna og vel skipulagða 73,6fm, 3ja herbergja íbúð á 1.hæð (gengið upp hálfa hæð) með suðvestur svölum að Reynimel 82, 107 Reykjavík. Gott viðhald hefur verið á bæði íbúð og húsi undanfarin ár. Innan íbúðar þá var gólfefni á öllum rýmum að undanskyldum svefnherbergjum, eldhúsinnrétting og baðherberbergi endurnýjað fyrir um 7 árum. Að utan er nýbúið að fara í múrviðgerðir, húsið málað, gluggar, opnanleg fög og svalahandriði yfirfarin og endurnýjuð eftir þörfum, húsið allt klætt með álklæðningu ásamt því að stétt fyrir framan hús var endurnýjuð og lagt fyrir snjóbræðslukerfi. Þá voru frárennslislagnir undir húsi fóðraðar 2017. Góð íbúð í vel viðhöldnu húsi í vinsælu hverfi. Aðkoma að húsinu er mjög góð og næg bílastæði á lóðinni.
Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý löggiltum fasteignasala í síma 661- 6021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is.
Eignin Reynimelur 82 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 202-6055, birt stærð 73.6 fm, þar af er sérgeymsla í kjallara merkt 0013, skráð 5,1fm.
Íbúðin er opin og björt með fallegum stórum gluggum. Rúmgóð stofa með góða tengingu við eldhús og útgengt út á rúmgóðar suðvestur svalir. Eldhús endurnýjað fyrir nokkrum árum með góðu skápa og vinnuplássi ásamt aðstöðu fyrir þrjá barstóla. Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með aðstöðu fyrir þvottavél. Svefnherbergin eru 2, annað rúmgott með góðu skápaplássi og hitt gott barnaherbergi. Í kjallara er svo sérgeymsla eignar ásamt sameiginlegu þvottaherbergi, hjóla- og vagnageymslu.
Afar vinsæl staðsetningu í vesturbæ Reykjavíkur þar sem stutt er í fjölbreytta verslun og þjónustu, skólar á öllum stigum í göngufjarlægð ásamt íþróttasvæði Reykjavíkurstóveldisins KR. Einnig er stutt í fallegar göngu- og hjólaleiðir við Ægisíðuna og hina rómuðu Vesturbæjarsundlaug. Þá miðbær Reykjavíkur í göngufæri með allt það sem hann hefur upp á að bjóða.
Nánari lýsing:
Forstofa / Hol: Með parketi á gólfi og fatahengi.
Stofa: Er rúmgóð og með parketi á gólfi. Rúmar vel setustofu og borðstofu. Stórir gluggar til suðvesturs. Útgengi á svalir.
Svalir: Eru rúmgóðar og snúa til suðvesturs inn í bakgarð hússins.
Eldhús: Með parketi á gólfi og fallegri nýlegri eldhúsinnréttingu með innbyggðum bakaraofni í vinnuhæð, span helluborði, eldhúsvask ásamt aðstöðu fyrir ísskáp og uppþvottavél. Aðstaða fyrir 3 barstóla við enda innréttingar. Gluggi til suðvesturs með opnanlegu fagi.
Baðherbergi: Flísalagt í hólf og gólf. Baðkar með sturtutækjum og glerþili. Salerni, skápar, vaskur ásamt stórum upphengdum spegli. Aðstaða fyrir þvottavél.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðu skápaplássi. Upprunalegir skápar með rennihurðum.
Svefnherbergi II: Gott barnaherbergi eða skrifstofuaðstaða.
Geymsla: Er staðsett í kjallara. Málað gólf og hillur.
Sameiginlegt þvottaherbergi: Er rúmgott og snyrtilegt. Vélar í eigu húsfélagsins. Þvottasnúrur, vinnuborð og vaskur. Gluggar til suðvesturs.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla: Með máluðu gólfi, glugga til norðurs og útgengi á framlóð.
Gólfefni: Nýlega endurnýjað harðparket í forstofu/Holi, eldhúsi og stofu. Eldra parket í svefnherbergjum. Flísar á gólfi á baði. Málað gólf í geymslu.
Lóðin: Húsið stendur á 3762 m² leigulóð í eigu Reykjavikurborgar við Reynimel 80 - 86 í Reykjavik. Á lóðinni stendur húsið Reynimelur 80-86 (jöfn númer). A lóðinni eru 38 bílastæði sem eru óskipt og hafa allir íbúar hússins jafnan rétt á að nota þau. Fyrir aftan hús er stór sameiginlegur tyrfður garður og hafa allir íbúar hússins jafnan rétt á að nota hann.
Framkvæmdir og viðhald á ytra byrði hússins (2019-2025):
Frárennslislagnir voru fóðraðar 2016-2017. Árið 2021 fór húsfélagið í miklar viðhaldsframkvæmdir á ytra byrði hússins. Þá var húsið háþrýstiþvegið, múr og steypuviðgert. Gluggar, opnanleg fög og svalahandriði yfirfarin og endurnýjuð þar sem þurfti. Allt húsið allt klætt með álklæðningu. Steypu og múrviðgerðir á svölum ásmt málun og sílanböðun. Stétt fyrir framan hús endurnýjuð og lagt fyrir snjóbræðslukerfi sumarið 2025.
Húsið og lóðin:
Reynimelur 80 er hluti af fjöleignarhús við Reynimel 80-86 sem eru fjórir matshlutar með alls 41 íbúð. Matshluti eitt til þrjú er fjögurra hæða steinsteypt hús ásamt kjallara með þremur stigahúsum og 13 íbúðum í hverju stigahúsi, matshluti fjögur er ein hæð með tveimur íbúðum. Húsið er byggt árið 1967 og lítur ágætlega út að utan ásamt lóðinni allt í kring. Aðkoman að húsinu er góð með hellulagaðri stétt umhverfis og nýlegu snjóbræðslukerfi. Á bílaplani framan við hús eru 38 stæði skv eingaskiptalýsingu.
Hita og rafmagnskostnaður:
Sérmælar fyrir rafmagn og hita fyrir íbúðina. Sérmælir fyrir sameign þar sem kostnaður skiptist jafnt á milli allra séreigna í stigaganginum.
Góð íbúð og vel skipulögð íbúð á afar vinsælum stað í Vesturbæ Reykjavíkur með fjölbreytta nærþjónustu í nokkra mínútna göngufjarlægð, skóla á öllum stigum, íþróttasvæði KR og falleg útivistarsvæði.
Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson löggiltur fasteignasali, í síma 661- 6021, tölvupóstur hreidar@betristofan.is