Hafsteinn Þorvaldsson fasteignasali, ásamt HÚS fasteignasölu kynna í einkasölu einstakt einbýlishús við Fagurgerði 2 á Selfossi. Húsið er 213 fm, þar af er sambyggður bílskúr 28,5 fm. Húsið er byggt árið 1966 úr steypu, klætt að utan með litaðri álklæðningu, steypt innkeyrsla og gróinn stór garður. Húsið stendur á 842,2 fm eignalóð á virkilega fallegum stað við Ölfusána þar sem útsýni yfir ána og til fjalla er óviðjafnanlegt. Áhugaverð eign í hjarta bæjarins þar sem öll helsta þjónusta s.s. leikskóli, grunnskóli, framhaldsskóli, íþróttaaðstaða, sundlaug og líkamsrækt og allar helstu verslanir eru í göngufæri.
Nánari lýsing:
Að innan telur eignin á jarðhæð forstofu en strax á vinstri hönd inn af forstofunni er flísalagt baðherbergi með sturtu. Þar fyrir innan er stórt svefnherbergi sem áður voru tvö svefnherbergi. Hol við stigagang, geymsla, þvottahús með innréttingu og innangengt í bílskúr. Búið er að skipta skúr í tvo hluta en vinnuherbergi er innst í honum.
Teppalagður stigi er upp á efri hæð. Uppi er snyrtilegt baðherbergi sem er flísalagt í hólf og gólf, fín innrétting, wc og baðkar. Rúmgott hjónaherbergi m/ stórum fataskáp. Annað stórt svefnherbergi er á hæðinni. Lítið rými sem notað er sem skrifstofa. Stofa, borðstofa og eldhús í opnu og björtu rými en úr því er útgengt út á hellulagða verönd sem er mjög skjólsæl. Í stofu er arinn með Drápuhlíðar grjóti. Stórir gluggar og einstakir litir kvöldsólarinnar njóta sín vel! Eldhús var endurnýjað 2014-15, snyrtileg HTH innrétting með marmara borðplötu.
Lóðin er 842,2 fm eignalóð og á henni eru tveir geymsluskúrar, 9 og 11 fm.
Eign á frábærum útsýnisstað, miðsvæðis á Selfossi. Sjón er sögu ríkari!
Nánari upplýsingar veitir Hafsteinn Þorvaldsson, viðskiptafræðingur og löggiltur fasteigna,- og skipasali s. 891-8891, hafsteinn@husfasteign.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum að vegna kaupanna.
1. Stimpilgjöld af kaupsamningi - 0,8 % af heildarfasteignamati. (0,4% fyrstu kaup, 1,6% lögaðilar)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. kr. 2500 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunnar, almennt 0.5 - 1.5 % af höfuðstól skuldabréfs, Nánari upplýsingar t.d. á heimasíðum lánastofnanna.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu samkvæmt kauptilboði.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill HÚS fasteignasala því skora á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun.