** Opið hús fimmtudaginn 3.júlí frá kl. 16:30 til 17:00 - Steingrímur Benediktsson, löggiltur fasteignasali - steingrimur@fastmos.is eða 862-9416 - Theodór Emil Karlsson, löggiltur fasteignasali - teddi@fastmos.is eða 690-8040 - Svanþór Einarsson, löggiltur fasteignasali - svanthor@fastmos.is eða 698-8555 ** Fasteignasala Mosfellsbæjar kynnir: Mjög falleg og vel skipulögð 106,6 m2, 3-4ra herbergja endaíbúð á 2. hæð (jarðhæð frá götu) með sérinngangi við Gerplustræti 20 ásamt bílastæði í bílageymslu. Eignin er skráð 106,6 m2, þar af íbúð 99,5 m2 og sérgeymsla 7,1 m2. Bílastæði merkt B16 í bílageymslu fylgir eigninni. Íbúðin skiptist í tvö svefnherbergi (auðvelt að bæta við 3ja svefnherberginu), forstofu, baðherbergi/þvottaherbergi, eldhús og stofu. Sérgeymsla í sameign. Stórar svalir með svalalokun í suðurátt og með fallegu útsýni. Frábær staðsetning rétt við Helgafellsskóla. Stutt er í náttúruna og fallegar gönguleiðir. Eignin getur verið laus til afhendingar fljótlega.
Smelltu hér til að fá söluyfirlit sent strax.Nánari lýsing:Forstofa með fataskáp og flísum á gólfi.
Eldhús er með innréttingu og eyju með viðarborðplötu. Í innréttingu er vínkælir, innbyggður ísskápur, innbyggð uppþvottavél, blástursofn, helluborð og vifta.
Stofa/Borðstofa er rúmgóð með harðparketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á
stórar suðursvalir (15 m2) með svalalokun í suðurátt og með fallegu útsýni.
Sjónvarpshol er með parketi á gólfi. Auðvelt að breyta í
auka svefnherbergi.
Svefnherbergi nr. 1 (Hjónaherbergi) er með fataskápum og harðparketi á gólfi.
Svefnherbergi nr. 2 er með fataskáp og harðparketi á gólfi.
Baðherbergi/Þvottaherbergi er flísalagt og með innréttingu, sturtu, vegghengdu salerni og handklæðaofni. Gert er ráð fyrir þvottavél og þurrkara í vinnuhæð.
Sérgeymsla á jarðhæð fylgir íbúðinn (7,1 m2) ásamt sameiginlegri vagna- og hjólageymslu.
Bílastæði í bílageymslu er merkt B16. Búið er setja upp hleðslustöð.
Húsið er hannað og teiknað af Teiknistofu Ingimundar Sveinssonar og var byggt af Byggingarfélaginu Bakka ehf.
Fyrirhugað fasteignamat fyrir árið 2026 er kr. 79.200.000
Verð 82.900.000 kr,-