Elka lgf. s. 863-8813 og Fasteignasalan TORG kynna til sölu fallega og vel skipulagða 3ja herbergja íbúð á jarðhæð með sérinngangi í nýlegu fjölbýlishúsi við Þjóðbraut 3 á Akranesi.
Íbúðin er 77,5 m² með sérinngangi og sérafnotareit (9,5 m²) sem snýr í suður með timburverönd. Ath að íbúðinni fylgir ekki stæði í bílageymslu.
Eignin afhendist með þvottavél, þurrkara, uppþvottavél og ísskápi, tækin eru u.þ.b. tveggja ára gömul. Afhending við undirritun kaupsamnings
Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir Fasteignasali, í síma 863-8813, tölvupóstur elka@fstorg.is.
Eignin skiptist í:
Forstofu með fataskápum
Opið og bjart alrými með eldhúsi og stofu – útgengt á timburverönd sem snýr í suður.
Eldhús með eyju sem hægt er að sitja við, dökkum innréttingum, fallegum borðplötum og vönduðum tækjum.
Tvö svefnherbergi, bæði með góðu skápaplássi og parketi á gólfi.
Baðherbergi flísalagt í hólf og gólf með sturtuaðstöðu og upphengdu salerni
Þvottaaðstaða með þvottavél og þurrkara, innréttingu og skolvaski.
Sérgeymsla í sameign hússins 9,6 m².
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla í sameign
Húsið er í fjölskylduvænu hverfi, miðsvæðis á Akranesi þar sem stutt í verslun, skóla, leikskóla og íþróttasvæði. Í göngufæri er strandlengjan og fjölbreytt útivistarsvæði.
Frábær íbúð fyrir þá sem vilja sérinngang og skjólgóðan sérafnotareit í nýlegu og vönduðu fjölbýlishúsi.
Nánari upplýsingar veitir Elka Guðmundsdóttir Fasteignasali, í síma 863-8813, tölvupóstur elka@fstorg.is.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.