*** SUÐURGATA 38 - 300 AKRANES *** Opið hús: Eignin verður sýnd miðvikudaginn 27. ágúst 2025 milli kl. 17:00 og kl. 17:30.
PRIMA Fasteignasala og Oliver Bergmann lögg.fasteignasali kynna: 3ja herbergja 86,9fm íbúð á jarðhæð í tvíbýli á Akranesi. Eignin skiptist í forstofu og gang, borðstofa og uppgert eldhús, rúmgóð stofa með útgengi út í garð, rúmgott baðherbergi/þvottahús með nýlegri innréttingu, 2 svefnherbergi - fataskápur í öðru. Sameiginleg hitakompa ekki innangengt (notuð sem geymsla hjá jarðhæð í dag).
SMELLTU HÉR TIL AÐ BÓKA SKOÐUN / FÁ SENT SÖLUYFIRLITNánari lýsing:Forstofa flísar á gólfi, gangi og holi
Geymsla undir útitröppum
Eldhús, flísar á gólfi, stofa og herbergi parket á gólfum.
2 rúmgóð svefnherbergi skápur í öðru.
Stofa með dyr út í garð (endurnýjað 2018)
Baðherbergi /Þvottahús endurnýjað 2018, flísalagt gólf og í kringum sturtu og klósettkassa. Innbyggð sturta, hvít innrétting.
Tengi fyrir þvottavél og þurrkara. Frístandandi baðkar.
Sameiginleg hitakompa ekki innangengt (notuð sem geymsla hjá jarðhæð í dag).
ANNAÐ: Húsið er klætt með steni á 1 og 1/2 vegu. Búið að skipta um 4 glugga í plast á neðri hæð. Búið að endurnýja rafmagn og rafmagnstöflu að hluta. Búið að endurnýja neysluvatnslagnir og ofnalagnir að hluta.
Endurnýjað 2018: þakjárn á húsi málað, skolplögn endurnýjuð undir húsi, allar innihurðir endurnýjaðar. Nýlega skipt um útidyrahurð. Húsið hefur verið drenað af eiganda á 3 hliðum.
Nánari upplýsingar veita:Oliver Bergmann löggiltur fasteignasali / s.787-3505 /
oliver@primafasteignir.is__________________________________________________________________________________________
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. PRIMA fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.