Fasteignamarkaðurinn ehf. s: 570-4500 kynnir til sölu virkilega fallegt og vel skipulagt 260,0 fermetra einbýlishús á tveimur hæðum á rólegum og einstökum stað við sjóinn á sunnanverðu Álftanesi.
Eignin stendur á stórri eignarlóð sem umlykur húsið sem ávallt hefur hlotið gott viðhald, nýlega er búið að endurnýja glugga á austur og suðurhlið hússins ásamt hurðum. Einnig er búið að endurnýja bárujárn á húsinu að mestu leiti og var þakið yfirfarið og málað í sumar. Nýtt þakjárn er á bílskúr og einnig búið að endurnýja bárujárn þar að hluta.Húsið er skv. Fasteignaskrá Íslands skráð 260,0 fermetrar að stærð á tveimur hæðum að meðtöldum tvöföldum 58,0 fermetra bílskúr og skiptist þannig að íbúðarhúsið er 202,0 fermetrar að stærð, bílskúrinn er 58,0 fermetri og hluti af honum er líkamsræktarherbergi með baðherbergi.
Eignin stendur á 1014,4 fermetra glæsilegri lóð á virkilega fallegum og rólegum stað. Tvennar svalir eru út af efri hæð hússins á vestur og norðurhlið. Stór og skjólsæl viðarverönd með saltvatnspotti og geymsluskúrum umlykur suður og vesturhlið og gengið er út á frá neðri hæð hússins. Hellulögð stétt og hellulögð innkeyrsla er framan við bílskúr sem rúmar vel fjóra bíla.
Að innan er húsið virkilega vel skipulagt og mikil lofthæð er á efri hæð þess þar sem eru þrjú svefnherbergi, sjónvarpsstofa og baðherbergi. Á neðri hæð eru m.a. 2 svefnherbergi eldhús, stofa, borðstofa, sólstofa og þvottaherbergi ásamt gestasnyrtingu.
Hægt er að bóka einkaskoðun hjá sigridur@fastmark.is / s 692 1540 Lýsing eignar:Neðri hæð eignarinnar skiptist þannig:Forstofa, flísalögð og með miklum fataskápum.
Gestasnyrting, með glugga og flísalagt gólf og veggir.
Hol, flísalagt og bjart.
Þvottaherbergi, flísalagt gólf og hluti veggja, innréttingar, hillur, vaskur og flísalagður sturtuklefi. Gengið er út á lóð frá þvottaherbergi.
Herbergi l, korklagt.
Eldhús, flísalagt gólf, hvít filmuð innrétting með viðarborðplötu, tengi fyrir uppþvottavél, eyja með nýju spanhelluborði og ofni, borðaðstaða er við glugga með fallegu útsýni.
Sólstofa, flísalagt gólf og sólbekkir, björt og útgegni á verönd.
Samliggjandi setu- og borðstofa, parketlögð, rúmgóð og björt með gluggum í tvær áttir og útgengi á verönd.
Herbergi ll, rúmgott, parketlagt með gluggum í tvær áttir.
Gengið er upp á efri hæð hússins um viðarstiga.
Efri hæð hússins skiptist þannig:
Sjónvarpsstofa, parketlögð og einstaklega rúmgóð og glæsileg með aukinni lofthæð og útgengi á svalir með fallegu útsýni.
Svefnherbergisgangur, parketlagður.
Herbergi llI, korklagt með fataskáp.
Herbergi IIll, korklagt.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og hluti veggja, gólfhiti, upphengt wc, skápur, handklæðaofn og með nuddbaðkari,
Hjónaherbergi, korklagt og mjög rúmgott með fataskápum á heilum vegg og útgengi á svalir. Aðgengi að geymsluloft er í hjónaherbergi.
Bílskúr, sem er 58,0 fermetri að stærð er með máluðu gólfi með góðum gluggum, rafmagni, heitu og köldu rennandi vatni, bílskúrshurð og göngudyrum. Hluti af honum er líkamsrækt með baðherbergi en gæti nýst sem svefnhverbergi.
Líkamsrækt, parketlögð og rúmgóð með útgengi á lóð og innangegnt úr bílskúr.
Baðherbergi, með glugga, flísalagt gólf og veggir, flísalagður sturtuklefi, innrétting og handklæðaofn.
Húsið, er timburhús á tveim hæðum og byggt árið 1988. Húsið hefur alla tíð fengið gott viðhald og er í góðu ástandi að utan.
Lóðin er 1014,4 fermetrar að stærð, fullfrágengin með hellulagðri stétt við hlið hússins og hellulagagðri innkeyrslu fyrir framan bílskúr. Stór viðarverönd er á baklóð og vesturhlið hússins ásamt tyrfðum flötum og trjábeðum og er lóðin tiltölulega viðhaldslétt.
Staðsetning eignarinnar er mjög góð á kyrrlátum stað í nálægð við náttúruna á Álftanesi.
Allar nánari upplýsingar veittar á skrifstofu Fasteignamarkaðarins ehf. í síma 570-4500 eða á netfanginu fastmark@fastmark.isForsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Skoðunarskylda: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Vill Fasteignamarkaðurinn ehf. fasteignasala því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:1. Stimpilgjald af kaupsamningi, fyrstu kaup (0,4%), almenn kaup (0,8%), lögaðilar (1,6%) af heildarfasteignamati.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar er skv. verðskrá viðkomandi lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu skv. kauptilboði.því benda væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef þurfa þykir.