Einstaklega vel staðsett 204,5 fm einbýlishús á einni hæð sem stendur á 1.085 fm eignalóð við Lambhaga 12, 225 Garðabæ. Eignin er skráð 204,5 fermetrar, þar af er íbúðarhlutinn skráður 151 fermetrar og bílskúr 53,5 fermetrar. Eignin skiptist í forstofu, gestasalerni, rúmgott alrými, eldhús, borðstofu, sjónvarpshol, þvottahús, baðherbergi og svefnherbergisgang með fjórum svefnherbergjum. Nýlega búið að skipta um járn og pappa á þaki, ofnalagnir og parket. Falleg eign á þessum rólega stað þar sem náttúran nýtur sín til fulls.
Nánari upplýsingar veitia: Kjartan Hallgeirsson í síma 824-9093 eða kjartan@eignamidlun.is og Gunnar Bergmann Jónsson í síma 839-1600 eða gunnarbergmann@eignamidlun.is Söluyfirlit hérNánari lýsing:
Forstofa er rúmgóð með flísum á gólfi, gestasalerni inn af forstofu.
Komið er inn í alrými frá forstofu. Stórir gluggar í bjartri stofu með frábæru sjávarútsýni. Arin í stofu/borðstofu. Stofa og borðstofa með útgangi til á pall með heitum potti.
Eldhús með eldri hvítri innréttingu, steinn á borðum, ofn í vinnuhæð. Mjög gott skápapláss og eldavél á eyju með háf, fín vinnuaðstaða. Flísar á gólfum og gott rými fyrir eldhúsborð. Búr/þvottahús inn af eldhúsi.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með ljósum flísum, eldri innréttingu, salerni, stórum sturtuklefa og baðkari. Inn af baðherbergi er geymsla sem upprunalega samkvæmt teikningu átti að vera rými fyrir saunaklefa.
Hjónaherbergi er rúmgott með fataskápum og parketi á gólfum.
Barnaherbergi eru þrjú með parketi á gólfum.
Bílskúr er mjög rúmgóður með vaski. Að framan er búið að setja upp tengi fyrir rafmagnsbíl.
Skipt var um járn og pappa á þaki árið 2022. Þá var sett nýtt parket og skipt um allar ofnalagnir árið 2020. Búið er að endurnýja allt gler og lista í húsinu síðustu ár. Skipt um hluta af opnanlegum fögum ásamt því að setja nýjar hurðar út úr holi og út á pallinn, einnig endurnýjuð bakdyrahurð úr bílskúr. Húsið var málað árið 2019.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0,8% af heildarfasteignamati. (0,4% ef um er að ræða fyrstu eign)
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, mögulegu veðleyfi o.fl. - kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Nánari upplýsingar á t.d. heimasíðu lánastofnana.
4. Umsýslugjald til fasteignasölu sbr kauptilboði.
Eignamiðlun ehf. - Grensásvegur 11, 108 Reykjavík - gunnarbergmann@eignamidlun.is - Gunnar Bergmann Jónsson löggiltur fasteignasali.