Prima fasteignasala og Björgvin Þór Rúnarsson lgf. kynna fallegt einbýlishús á tveim hæðum við Nesveg 62, 107 Reykjavík.
Húsið stendur á stórri lóð og er staðsett í rólegu og fjölskylduvænu hverfi þar sem stutt er í skóla, leikskóla, íþróttafélag og frístundarheimili og alla helstu þjónustu. Nálægðin við sjóinn, gönguleiðir og græn svæði gerir Nesveg 62 að fullkomnum stað.
Þetta er frábært heimili fyrir þá sem leita að rúmgóðri og vel staðsettri eign í hjarta 107. Frábært tækifæri til að eignast glæsilega eign á einum eftirsóttasta stað í vesturbæ Reykjavíkur.
Húsið er vel skipulögð eign sem býður upp á mikla möguleika, staðsett á stórri fallegri og gróinni lóð sem tryggir bæði næði og ró. Falleg standsett 36m2 aukaíbúð í bílskúr. Húsið er byggt árið 1949 og hefur verið vel viðhaldið í gegnum árin. Heildarstærð eignarinnar er 210 m², sem veitir nægt rými fyrir stóra fjölskyldu eða þá sem vilja gott pláss. Falleg verönd og stór garður með palli og heitum potti í garðinum auk mini körfuboltavallar. Geymsluskúr og möguleiki á þvottasnúrum á bakvið hús.
Nánari lýsing:
Efri hæð: Forstofa með flísum. Stór og rúmgóð stofa. Baðherbergi og sér sturtuherbergi. Rúmgott hjónherbergi með parketi. Gott barnaherbergi/fataherbergi með parketi. Fallegt, rúmgott eldhús með ágæt eldhústæki.
Neðri hæð: Sér inngangur og sér útigeymsla. Þrjú góð svefnherbergi. Stórt baðherbergi og þvottahús. Sér snyrting. Geymsla sem hægt er að innrétta sem eldhús. Heilsurækt með sér inngangi.
Fasteignamat ársins 2026 er 162.100.000 kr.
Nánari upplýsingar veita:
Björgvin Þór Rúnarsson löggiltur fasteignasali / s.8551544 / bjorgvin@primafasteignir.is
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Væntanlegum kaupendum er bent á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun. Almennt getur kaupandi ekki borið fyrir sig að ástand eignar sé annað en það sem hann hefði mátt sjá við slíka skoðun.
Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002, og ábyrgist að þær séu réttar. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. Það sama á við um staðhæfingar seljanda eignar um viðhald og einstaka framkvæmdir.
Almennt um fylgifé íbúðarhúsnæðis:
Til fylgifjár íbúðarhúsnæðis teljast varanlegar innréttingar og búnaður sem annaðhvort er skeytt varanlega við fasteignina eða er sérstaklega sniðinn að henni. Þetta á meðal annars við um fastan búnað og lagnir til hitunnar og vatnsmiðlunar, rafmagnsvirki og leiðslur, loftnet og annan móttökubúnað í eigu seljanda, sem fest eru á fasteign, föst gólfteppi og önnur gólfefni sérstaklega tilsniðin, gluggabúnað, bað- og eldhúsinnréttingar og tæki og vélar sem eru sérstaklega felld inn í innréttingarnar og verða hluti af þeim og aðra innbyggða hluta.
Um ástand einstakra eignarhluta:
Efst í söluyfirlitli þessu er að finna dálka um ástand einstakra hluta eignarinnar. Eftirfarandi lykil er til skýringar á þeirri skráningu:
Nýtt - Eignin er nýbygging.
Upprunalegt - Seljandi veit ekki til þess að byggingarhluti hafi verið endurnýjaður.
Endurnýjað - Byggingarhlutinn hefur verið endurnýjaður í heild sinni á einhverjum tímapunkti.
Endurnýjað að hluta - Hluti byggingarhlutans hefur verið endurnýjaður á einhverjum tímapunkti.
Ekki vitað - Seljandi þekkir ekki til ástands og ekki er hægt að leggja mat á það með sjónskoðun.
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.
Yfirlýsing seljanda:
Seljandi/eigandi lýsir því yfir að efni söluyfirlitsins er rétt samkvæmt bestu vitund hans og staðfestir það með undirritun sinni.