Föstudagur 3. október
Fasteignaleitin
Skráð 19. sept. 2025
Deila eign
Deila

Grenimelur 19

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Vesturbær-107
251.7 m2
9 Herb.
5 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
Tilboð
Fasteignamat
152.750.000 kr.
Brunabótamat
104.450.000 kr.
Mynd af Óskar H. Bjarnasen
Óskar H. Bjarnasen
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1944
Þvottahús
Garður
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2027185
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Endurnýjað
Raflagnir
Nýtt - Tafla, raflagnaefni, tenglar og rofar.
Frárennslislagnir
Endurnýjað að fullu og út í götu
Gluggar / Gler
Talið upprunalegt - þarnast endurnýjunar
Þak
Þakjárn endurnýjað fyrir rúmlega 20 árum
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Tvennar svalir
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita - ný grind og lagnir
Inngangur
Tveir inngangar
Byggingarstig
7 - Fullgerð bygging
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Athygli er vakin á því að fasteigna- og brunabótamat og opinber gjöld eru miðuð við núverandi skráningu eignarinnar hjá Þjóðskrá Íslands en ekki stærð samkvæmt teikningu. Gluggar hússins þarfnast viðhald/endurbóta. Kaupendur eru hvattir til að skoða húsið vel, ástand þess og nýlega afstaðnar framkvæmdir með aðstoð sérfræðinga. Ummerki eru um leka í horni í stofu frá svölum á eftri hæð. Að sögn seljanda seljanda fór fram lagfæringar á svölum með því að fjarlægja flísar og voru slípaðar nýjar vatnsrásir í svalagólfið. Gólf og neðsti hluti svalaveggja var svo meðhöndlað með vatnsheldu efni sem notað er í sundlaugar. Þá er upplýst að ofnalögn gaf sig í risinu í desember 2022, í tíð eldri eigenda, sem olli því að það lak vatn yfir allt gólfið í risinu og sjá mátti skemmdir eftir lekann í tveimur svefnherbergjum á hæðinni fyrir neðan. VÍS kom að málinu og lét henda blautu byggingarefni og þurrka upp vatnið og raka. Sjá tjónmat frá VIS frá apríl 2023. Uppgjör vegna tjónsins fór fram við fyrri eigendur.
***VINSAMLEGA BÓKIÐ SKOÐUN***

Valhöll kynnir til sölu parhús á góðum stað í Vesturbæ Reykjavíkur. Góð
 staðsetning í nálægð við margvíslega þjónustu, sundlaug, verslun, skóla, leikskóla og fallegar gönguleiðir.

Húsið er skráð 251,7 fm að stærð hjá Þjóðskrá Íslands og skiptist samkvæmt skráningu þar í 71 fm kjallara, 102,6 fm miðhæð og 78,1 fm efri hæð. Samkvæmt teikningu af húsinu eru þessir fletir hins vegar samtals ekki nema um það bil 207 fm að stærð þ.e. 71 fm kjallari, 71 fm miðhæð og 65 fm efri hæð. Að auki er svo rúmgott ris sem er óskráð og býður upp á ýmsa möguleika. Samkvæmt núverandi deiluskipulagi má byggja allt að 30 fm bílskúr á lóðinni. Á húsinu eru tvennar svalir og af öðrum þeirra liggja tröppur niður í stóran bakgarð sem snýr í suður.

Fasteignamat ársins 2026 er áætlað 172.700.000 kr. 

Endurbætur á húsi:
Samkvæmt seljendum er búið að fara í eftirfarandi endurbætur á húsinu undanfarna 24 mánuði:
  • Nýtt rafmagn dregið í allt húsið, nýjar rafmagnstöflur, nýjir rofar og innstungur. Dimmerar settir í flestar dósir. Lagnaefni eru fallegir brass tenglar og rofar, sérinnflutt frá Bretlandi.
  • Nýjar frárennslislagnir í allt húsið og út í götu.
  • Nýjar vatnslagnir í allt húsið, hitaveitulagnir og neysluvatnslagnir.
  • Ný hitaveitugrind.
  • Margir ofnar endurnýjaðir þ.e. ofnum skipt út fyrir aðra gamla og yfirfarna ofna. Allir ofnar lakkaðir.
  • Nýtt baðherbergi í kjallara.
  • Nýtt eldhús í kjallara með nýjum tækjum.
  • Ný gólfefni, eikar viðarparket og teppi á stiga.
  • Húsið málað að innan.
  • Gluggar spartlaðir og málaðir að innan.
  • Baðherbergi á efri hæð endurnýjað að hluta. Á eftir að setja sturtu, tæki, innréttingu og flísaleggja gólf og veggi.
  • Veggur tekinn niður milli eldhúss og stofu og settur burðarbiti í loft.
  • Nýjar vatns- og rafmagnslagnir komnar út í garð.
  • Nýjar vatns- og rafmagnslagnir og nýjar dósir komnar í eldhús. Vantar eldhúsinnréttingu og tæki.
  • Nýtt þriggja fasa rafmagnsinntak fyrir öfluga rafbílahleðslustöð.
  • Þakrými var einangrað, vatnslagnir lagðar og gert ráð fyrir litlu eldhúsi eða bar. Þá vor lagðar nýjar hitalagnir og nýr nýr ofn settur upp.
Þá var húsið var steinað að utan og þakjárn þess endurnýjað fyrir rúmlega 20 árum.

Nánari upplýsingar veitir:

Óskar H. Bjarnasen fasteignasali / lögmaður í síma 691-1931 eða á netfanginu oskar@valholl.is

Nánari lýsing:

Kjallari:

Kjallarinn getur nýst sem sér íbúð með sér inngangi en sameiginlegri þvottaaðstöðu. Kjallarinn skiptist í alrými sem samanstendur af stofu og nýju og glæsilegu eldhúsi, svefnherbergi, glæsilegu baðherbergi, þvottahúsi, geymslu og anddyri. Hægt er að ganga niður í kjallarann frá miðhæðinni eða að utan um sérinngang.

Miðhæð:
Miðhæðin skiptist í forstofu, salerni, stofu, borðstofu og eldhús. Úr stofu er gengið út á svalir og þaðan eru tröppur niður í bakgarðinn.

Efri hæð:
Efri hæðin skiptist í gang, þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Útgengi út á svalir frá hjónaherbergi. Frá efri hæðinni er gengið upp í ris.

Ris:
Risið er rúmgott og er núna eitt opið rými með tveimur þakgluggum. Risið býður upp á ýmsa möguleika. 

Garðurinn:
Garðurinn er stór og með grasbala og trjágróðri. Bílastæði er við hlið hússins.

Athygli er vakin á því að fasteigna- og brunabótamat og opinber gjöld eru miðuð við núverandi skráningu eignarinnar hjá HMS en ekki stærð samkvæmt teikningu.

Nánari upplýsingar veitir:
Óskar H. Bjarnasen fasteignasali / lögmaður í síma 691-1931 eða á netfanginu oskar@valholl.is

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valhöll fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.







 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
29/08/2023130.350.000 kr.138.000.000 kr.251.7 m2548.271 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Nesvegur 62
Bílskúr
Opið hús:08. okt. kl 17:00-18:00
Skoða eignina Nesvegur 62
Nesvegur 62
107 Reykjavík
210.5 m2
Einbýlishús
725
Fasteignamat 140.900.000 kr.
Tilboð
Skoða eignina Grenimelur 8
IMG_9940.JPG
Skoða eignina Grenimelur 8
Grenimelur 8
107 Reykjavík
218.6 m2
Fjölbýlishús
625
846 þ.kr./m2
185.000.000 kr.
Skoða eignina Kambasel 47
Bílskúr
Skoða eignina Kambasel 47
Kambasel 47
109 Reykjavík
218.7 m2
Fjölbýlishús
624
546 þ.kr./m2
119.500.000 kr.
Skoða eignina Gerðarbrunnur 17
3D Sýn
Bílskúr
Gerðarbrunnur 17
113 Reykjavík
212 m2
Parhús
534
777 þ.kr./m2
164.700.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin