Fimmtudagur 19. september
Fasteignaleitin
Skráð 29. ágúst 2024
Deila eign
Deila

Grenibyggð 5

ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær-270
164 m2
4 Herb.
3 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
115.500.000 kr.
Fermetraverð
704.268 kr./m2
Fasteignamat
98.850.000 kr.
Brunabótamat
80.150.000 kr.
Mynd af Þyrí Guðjónsdóttir
Þyrí Guðjónsdóttir
Viðskiptafræðingur - löggiltur fasteignasali
Byggt 1990
Þvottahús
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2083482
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Gallar
Móða í þremur glerjum í stofu og sumum þakgluggum. Mála þarf þak.
Valborg fasteignasala kynnir bjart og fallegt 164,0 fm raðhús með bílskúr við Grenibyggð 5 í Mosfellsbæ. Eignin skiptist í forstofu, gestasnyrtingu, þvottahús, eldhús, stofu/borðstofu, 3 svefnherbergi, hol, baðherbergi og bílskúr. Þá er risloft sem er ekki inni í fermetratölu hússins.  Hellulagt bílaplan fyrir framan hús er með snjóbræðslu og svo er afgirtur garður með timburverönd í suðvesturátt. Frábær staðsetning í grónu og friðsælu hverfi í Mosfellsbæ, leiksskóli í næsta nágrenni.

Opið hús verður fimmtudaginn 5. september 2024 kl. 17:00 -17:30.

Jarðhæð:
Forstofa er með flísum á gólfi og fataskápum.
Gestasnyrting er inn af forstofu með flísum á gólfi. 
Stofa/borðstofa er í björtu rými með parketi á gólfi. Úr stofu er gengið út á timburverönd og afgirtan skjólsælan garð í suðurátt.
Eldhús er grá með L-laga innréttingu með viðarborðplötu. Nýlegur ofn í vinnuhæð. Parket á gólfi. 
Þvottahús er inn af eldhúsi.  Úr þvottahúsi er gengið út á lóð.
Bílskúr með ofni, rafmagni og köldu vatni.  Rafdrifinn bílskúrshurðaopnari.

Efri hæð:
Hol með parketi. Úr holi er gengið út á stórar svalir sem eru yfir bílskúr.  Þar eru ýmsir möguleikar m.a. hægt að setja heitan pott og/eða byggja yfir svalirnar.
Herbergi 1 er rúmgott hjónaherbergi með fataskápum og parkerti á gólfi. 
Herbergi 2 er með fataskáp og parketi á gólfi.  Herbergið er ca. 2 fm. stærra en á teikningu og holið minna.
Herbergi 3 er með parketi á gólfi og fataskáp sem fylgir.
Baðherbergi er með flísum á gólfi og á öllum veggjum, hvítri innréttingu, baðkari og sturtu. Handklæðaofn.

Rishæð: 
Af efri hæðinni er stigi upp á milliloft með parketi og gluggum. Gólfflötur milliloftsins er um 18 fm. og er það ekki inn í skráðri fermetratölu hússins.  Hægt er að nýta það til dæmis sem herbergi, skrifstofu eða geymslu. 

Viðhald og endurbætur:
Á síðasta ári var farið yfir alla ofna og skipt um þrýstijafnara á inn- og útttaki.
Neðri hæð var parketlögð fyrir 2 árum.
Húsið hefur fengið reglulegt viðhald í gegnum árin.

Annað:
Snjóbræðsla í er í öllu bílaplani, bílahleðslustöð á vegg við bílskúrshurð fylgir. Stutt frá húsinu er sameiginlegt leiksvæði fyrir börn í hverfinu.

Húsið stendur á eignarlóð og eignin er skráð 164,0 fm hjá HMS, þar af íbúð 138,0 fm. og bílskúr 26,0 fm. Fasteignamat fyrir árið 2025 er áætlað 102.350.000 kr.

Hafið samband og bókið skoðun.  Nánari upplýsingar veita Þyrí Guðjónsdóttir, viðskiptafr. - löggiltur fasteignasali, í síma 891 9867, tölvupóstur thyri@valborgfs.is og Aðalsteinn Steinþórsson, viðskiptafr. - löggiltur fasteignasali s. 896 5865 eða alli@valborgfs.is.

Forsendur söluyfirlits:
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni.  Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.

Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valborg ehf. fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
1. Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup) og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.700,- fyrir hvert skjal.
3. Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
4. Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á.
 
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 1990
26 m2
Fasteignanúmer
2083482
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
10.400.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Brattahlíð 24
Bílskúr
Skoða eignina Brattahlíð 24
Brattahlíð 24
270 Mosfellsbær
127.1 m2
Raðhús
312
972 þ.kr./m2
123.500.000 kr.
Skoða eignina Brattahlíð 26
Skoða eignina Brattahlíð 26
Brattahlíð 26
270 Mosfellsbær
129.3 m2
Raðhús
312
936 þ.kr./m2
121.000.000 kr.
Skoða eignina Brattahlíð 26
Skoða eignina Brattahlíð 26
Brattahlíð 26
270 Mosfellsbær
129.3 m2
Raðhús
412
936 þ.kr./m2
121.000.000 kr.
Skoða eignina Brattahlíð 24
Bílskúr
Skoða eignina Brattahlíð 24
Brattahlíð 24
270 Mosfellsbær
127.1 m2
Raðhús
312
972 þ.kr./m2
123.500.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin