Þriðjudagur 22. október
Fasteignaleitin
Skráð 10. okt. 2024
Deila eign
Deila

Kársnesbraut 81

Tví/Þrí/FjórbýliHöfuðborgarsvæðið/Kópavogur-200
127.5 m2
3 Herb.
2 Svefnh.
1 Baðherb.
Verð
92.900.000 kr.
Fermetraverð
728.627 kr./m2
Fasteignamat
72.450.000 kr.
Brunabótamat
61.570.000 kr.
HL
Hreiðar Levý Guðmundsson
Löggiltur fasteignasali
Byggt 1965
Þvottahús
Garður
Bílskúr
Sérinng.
Fasteignanúmer
2063042
Húsgerð
Tví/Þrí/Fjórbýli
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
1
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Allar ofnalagnir til og frá inntaksrými að íbúð endurnýjaðar. Lagnir fyrir heitt og kalt vatn lagðar út í bílskúr, ótengt
Raflagnir
Endurnýjað að hluta
Frárennslislagnir
Upprunalegar - Lagnir myndaðar síðast 2018.
Gluggar / Gler
Endurnýjaðir að hluta
Þak
Járn og pappi á þaki endurnýjaður árið 2002. Þakrenna var brotin og endurnýjuð á norðurhlið 2017
Lóðarréttindi
Leigulóð
Svalir
Lóð
38,53
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Sérinngangur
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignamiðlun & Hreiðar Levý lögg. fasteignasali kynna afar glæsilega, opna og bjarta 127,5fm 3-4ja herbergja hæð með sérinngangi á 1. hæð ásamt bílskúr að Kársnesbraut 81, 200 Kópavogur. Eignin er teiknuð af Kjartani Sigurðssyni arkitekt og stendur hátt á Kársnesinu og nær fallegu útsýni til sjávar og til borgarinnar. Eignin skiptist í forstofu, hol, 2 svefnherbergi, alrými með samliggjandi eldhúsi og stofu, baðherbergi, geymslu í kjallara sem er nýtt sem skrifstofa og bílskúr. Eignin mikið uppgerð á fallegan máta að innan árið 2016 og innra skipulagi breytt. Frábær staðstening miðsvæðis á stór Reykjavíkursvæðinu í rólegu og fjölskylduvænu hverfi með leik- og grunnskóla í göngufjarlægð ásamt sundlaug Kópavogs og annari nærþjónustu.

Bókið skoðun hjá Hreiðari Levý lögg. fasteignasala í síma 661-6021 eða hreidar@fastm.is

Eignin er núna með 2 svefnherbergjum. Einfalt er að bæta því 3 við, sjá teikningu í lok myndasyrpu. Þar sem borðstofuborðið er staðsett núna. Var skv. upprunalegum teikningum herbergi.

Eignin Kársnesbraut 81 er skráð sem hér segir hjá FMR: Eign 206-3042, birt stærð 122.0 fm, þar af er bílskúr 25fm. Sér geymsla í kjallara 5,5fm, ekki skráð fermetratölu í FMR.


Framkvæmdir síðustu ára:
2002
  Járn á þaki endurnýjað ásamt þakpappa.
2016   Innra fyrirkomulagi breytt, hol opnað inn í stofu.
           Eldhús fært úr norðaustur herbergi í miðrými.
           Öll gólfefni fjarlægð og plata flotuð – tilbúið að leggja gólfefni ef vilji er fyrir því.
           Nýtt rafmagn dregið í íbúðina að stærstum hluta og allir rofar/tenglar endurnýjaðir og nýjum komið fyrir.
           Nýr stofn af greinatöflu í íbúð.
           Upphengt salerni sett upp.
           Nýjar innihurðir (allar nema endurnýtt upprunaleg forstofuhurð)
2017   Húsið sprunguviðgert og málað að utan.
2019   Stigi niður í sameign og anddyri sameignar gert upp, gólf málað. 
            Ný útidyrahurð inn í sameign á jarðhæð.
            Lagnir fyrir heitt og kalt vatn lagðar út í bílskúr, ótengt. Tengistútar fyrir hita í bílastæðum lagðir út að stæðum, ótengt.
2020   Rennihurð sett í þar sem áður var gluggi út á þakverönd.
2024   Nýr bakaraofn

Nánari Lýsing:
Forstofa: Gengið inn í forstofu um sérinngang. Innbygður skápur. Gengið niður í sameign og geymslu/skrifstofuherbergi á jarðhæð úr forstofu.
Hol: Tengir saman öll rými íbúðar.
Svefnherbergi I: Rúmgott með góðu skápaplássi.
Svefnherbergi II: Rúmgott með innbyggðu kojurúmi.
Baðherbergi: Flot á gólfi, flísar á veggjum. Baðkar með sturtu, upphengt klósett ásamt upphengdum vask og speglaskáp fyrir ofan vask.
Alrými: Glæslilegt opið og afar bjart rými með samliggjandi eldhúsi og stofu.
Eldhús: Samliggjandi stofu. Falleg innrétting með góðu vinnu- og skápaplássi ásamt stórri eyju á hjólum. Útgengt út á svalir með tröppum niður í garð.
Stofa: Samliggjandi eldhúsi. Rúmgóð, opin og björt. Útgengt út á mjög stóra og sólríka sameiginlega þakverönd þaðan sem liggja tröppur niður í garð sunnan megin og niður á bílastæði norðan megin. Afar fallegt útsýni af verönd og úr stofuglugga til vesturs út á Fossvoginn.
Geymsla: 5,5fm. Með góðum, stórum opnanlegum glugga. Nýtt í dag sem skrifstofurými.
Bílskúr: 25fm. Lagnir fyrir heitt og kalt vatn lagðar út í bílskúr, ótengt. Tengistútar fyrir hitalagnir í bílastæði lagðir út að stæðum, ótengt. Sérbílastæði fyrir framan bílskúr.

Sameign:
Þvottahús: 
Sameiginlegt þvottahús á jarðhæð. Sér tengill fyrir eignina.
Garður: Stór, gróin og fallegur garður sunnan við hús.

Afar falleg mikið uppgerð hæð á vinsælum og rólegum stað á Kársnesinu. Frábær staðsetning miðsvæðis á Reykjavíkursvæðinu. Stutt í fjölbreytta verslun og þjónustu í allar áttir. Leik- og grunnskóli í göngufjarlægð ásamt sundlaug Kópavogs. Þá er stutt í fallegar göngu og hjólaleiðir við sjávarsíðuna með tengingu inn á græn svæði í Fossvogs- og Kópavogsdal.

Nánari upplýsingar veitir Hreiðar Levý Guðmundsson Löggiltur fasteignasali, í síma 6616021, tölvupóstur hreidar@fasteignamidlun.is.
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
20/07/201630.500.000 kr.34.600.000 kr.122 m2283.606 kr.
07/04/201424.300.000 kr.28.500.000 kr.122 m2233.606 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2024
Byggt 1969
25 m2
Fasteignanúmer
2063042
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
02
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
7.270.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Trönuhjalli 1
Bílskúr
Opið hús:24. okt. kl 17:00-17:30
Skoða eignina Trönuhjalli 1
Trönuhjalli 1
200 Kópavogur
116.5 m2
Fjölbýlishús
312
763 þ.kr./m2
88.900.000 kr.
Skoða eignina Hafnarbraut 12
Bílastæði
Skoða eignina Hafnarbraut 12
Hafnarbraut 12
200 Kópavogur
105.3 m2
Fjölbýlishús
312
844 þ.kr./m2
88.900.000 kr.
Skoða eignina Kópavogsbraut 79
Kópavogsbraut 79
200 Kópavogur
114 m2
Fjölbýlishús
312
776 þ.kr./m2
88.500.000 kr.
Skoða eignina Hafnarbraut 8 - 208
Bílastæði
Hafnarbraut 8 - 208
200 Kópavogur
116.5 m2
Fjölbýlishús
413
833 þ.kr./m2
96.990.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2024 - Fasteignaleitin