Valný fasteignasala og Valgeir Leifur löggiltur fasteignasali kynna:
Hafnargötu 38 / Paddy's, 230 KeflavíkEinstakt tækifæri til að kaupa fasteignir
og/eða rótgróinn barrekstur á áberandi stað í miðbæ Keflavíkur. Um er að ræða tvær fasteignir ásamt öllum tækjabúnaði og innbúi Paddy's sem hefur verið vel sóttur og vinsæll staður undanfarin ár. Í húsnæðinu eru bar- og veitingasalir á tveimur hæðum auk tveggja herbergja íbúðar með sérinngangi á efstu hæð. Íbúðinni fylgir 23,4 m² bílskúr. Eldhúsaðstaða býður upp á möguleika til að stunda veitingarekstur samhliða barnum.
Lóðin er rúmgóð og gefur áhugasömum kaupendum möguleika á að kanna frekari uppbyggingu eða nýtingu.Smelltu hér til að fá söluyfirlit.Smelltu hér til að skoða tillögur um mögulega nýtingu lóðar.Tvær fasteignir eru skráðar samkvæmt fasteignaskrá HMS og eru samtals 314,3 m² að stærð. Kjallari og jarðhæð (samtals 217,4 m²) eru skráðar undir fastanúmeri 221-9134, en efri hæðin (73,5 m²) og bílskúr (23,4 m²) mynda aðra eign undir fastanúmeri 223-0067. Fylgja tilheyrandi lóðar- og sameignarréttindi.Nánari lýsing og skipulag eignar:Efri hæð:Efri hæð er skráð sem 73,5 m²
íbúð ásamt 23,4 með tveimur herbergjum, baðherbergi, geymslu og rúmgóðu alrými en hefur verið nýtt sem starfsmannaaðstaða. Einnig er á hæðinni fullbúin eldhúsaðstaða með reykháfi sem gerir mögulegt að reka veitingaþjónustu á staðnum. Hæðin er með sérinngangi en einnig er hægt að komast þangað inn um stigagang frá 1. hæð. Með efri hæðinni fylgir 23,4 m² bílskúr.
Fyrsta hæð:Á fyrstu hæð eru tveir barir, rúmgóður veitingasalur með sviði og sætaaðstöðu. Frá hæðinni er útgengt út á rúmgóðan pall bakvið húsið.
Kjallari:Á neðri hæð hússins er annar salur sem skipt hefur verið upp í tvö rými. Annað rýmið er innréttað sem fullbúið karaoke-herbergi. Á þessari hæð eru einnig snyrtingar og góð geymsluaðstaða.
Byggingarlýsing:Byggingin stendur á tveimur hæðum auk kjallara. Húsið er staðsteypt og klætt að utan með bárujárni. Það er einangrað að innan og klætt með gipsplötum. Þakið er einnig klætt með bárujárni. Eignin var upphaflega reist árið 1893 og er friðuð bygging vegna aldurs og sögulegs gildis.
Lóð og aðkoma:Eignin stendur á 728 m² lóð sem býður upp á fjölbreytta nýtingarmöguleika, m.a. möguleika á viðbótarbyggingu eða endurskipulagningu (með fyrirvara um samþykki skipulagsyfirvalda). Bílastæði eru fyrir framan eignina, og rúmgóður pallur með setuaðstöðu er staðsettur að bakvið húsið.
Nánari upplýsingar veitir Valgeir Leifur / Löggiltur fasteignasali / 780-2575 / valgeir@valny.isErtu að leita að nýbyggingum? Skoðaðu úrvalið hjá Valný – smelltu hér.
Ertu að hugsa um að selja? Smelltu hér og fáðu frítt verðmat.
Ekki missa af draumaeigninni – fylgstu með okkur á Instagram og Facebook
Lestu reynslusögur frá ánægðum viðskiptavinum okkar.- Fasteignasalan sem opnar dyrnar að þinni eign.Valný Real Estate Agency advises both sellers and potential buyers, who do not have Icelandic as their first language, to get the assistance of a translator when viewing and signing all necessary documents relating to buying and selling properties.Um skoðunar- og aðgæsluskyldu: Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Valný fasteignasala bendir öllum sem hugsa sér að kaupa, að kynna sér vel ástand fasteignarinnar við skoðun fyrir tilboðsgerð og leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun ef þörf þykir.
Forsendur söluyfirlits: Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.
Kostnaður sem kaupandi þarf að standa straum af:
1. Stimpilgjald: 0,8% af fasteignamati, 0,4% fyrir fyrstu kaupendur og 1,6% fyrir lögaðila.
2. Þinglýsingagjald: 2.700 kr. á hvert skjal (kaupsamningur, veðleyfi o.fl.)
3. Lántökukostnaður: Samkvæmt verðskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Þjónustu- og umsýslugjald fasteignasölu: Samkvæmt gjaldskrá Valný fasteignasölu.
5. Ef um nýbyggingu er að ræða, ber kaupanda að greiða skipulagsgjald sem nemur 0,3% af brunabótamati þegar það er innheimt.Valný fasteignasala | www.valny.is | Tjarnargötu 2, 230 Reykjanesbær | Opið alla virka daga frá 9:00-16:00