Fasteignasalan Hvammur 466 1600Melateigur 35 íbúð 202 - Virkilega falleg 4ra herbergja íbúð á efri hæð í fjórbýlishúsi ásamt bílskúr á vinsælum stað á Brekkunni - Stærð 131,2 m² en þar af telur bílskúr 29,1 m²Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, þrjú svefnherbergi, baðherbergi, þvottahús og geymslu.
Sameiginlegt geymsluloft er yfir húsinu og sameignleg kyndikompa á bakhlið hússins.
Forstofa er með flísum á gólfi og brúnlökkuðu skápum.
Eldhús var endurnýjað á vormánuðum 2025. Flísar eru á gólfi og falleg brún innrétting með marmaralitaðri bekkplötu. Mjög gott skápa- og bekkjarpláss. Ísskápur með frysti og uppþvottavél eru innfelld í innréttingu og fylgja með við sölu eignar. Úr eldhúsi er gengið út á steyptar og flísalagðar suður svalir.
Stofa og gangur eru með parketi á gólfi. Búið er að taka niður vegg og opna á milli eldhúss og stofu.
Svefnherbergin eru þrjú, öll með parketi á gólfi og lökkuðum fataskápum. Stærðir herbergja eru skv. teikningum 8,0 - 8,0 og 13,0 m².
Baðherbergi var endurnýjað á vormánuðum 2025. Þar eru flísar á gólfi og veggjum, brúnlökkuð innrétting með marmaralitaðri bekkplötu, upphengt wc, baðkar með sturtutækjum og opnanlegur gluggi.
Þvottahús er inn af forstofunni með flísum á gólfi og innréttingu með skolvaska.
Geymsla er inn af þvottahúsnu með eins flísum og hurð út á steyptar og flísalagðar norður svalir sem eru sameiginlegar með íbúðinni við hliðina
Bílskúr er skráður 29,1 m² að stærð og staðsettur í austur enda. Þar eru flísar á gólfi, vinnuborð og hillur og geymsluloft yfir um 2/3. Fellistigi er upp á geymsluloftið. Rafdrifin innkeyrsluhurð og sér gönguhurð á langhliðinni.
Annað- Eldhús og baðherbergi var endurnýjað í apríl / maí 2025.
- Allar innihurðar eru hvítlakkaðar.
- Allir fataskápar og innréttingar á baðherbergi og í þvottahúsi er brúnlakkað.
- Parket var pússað og lakkað í maí 2025.
- Nýjar gólfflísar í forstofu, þvottahúsi, geymslu, baðherbergi og eldhúsi.
- Sameiginlegt geymsluloft er yfir húsinu og er fellistigi upp á það.
- Húsið var málað að utan 2023.
Um skoðunar- og aðgæsluskyldu:Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Fasteignasalan Hvammur skorar því á væntanlega kaupendur að kynna sér vel ástand fasteigna fyrir kauptilboðsgerð og leita til þar til bærra sérfræðinga um nánari skoðun ef með þarf.
Forsendur söluyfirlits:Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak.