SPÁNAREIGNIR KYNNIR:
*FLOTTAR ÍBÚÐIR Á FRÁBÆRU VERÐI*
Bjartar og vel hannaðar nýjar íbúðir í litlum fjölbýlishúsum með lyftu á frábærum stað í Pilar de la Horadada, snyrtilegum litlum bæ, ca. klst. akstur í suður frá Alicante. Hægt er að velja íbúðir á neðstu hæð með sér garði, íbúðir á miðhæð með góðum svölum eða íbúðir á efstu hæð með sér þakverönd. Lokaður garður með sundlaug, leiksvæði fyrir börnin og líkamsræktartækjum. Tvö eða þrjú svefnherbergi, tvö baðherbergi, góð stofa, eldhús opið við borðstofu.
Fjölmargir góðir golfvellir í næsta nágrenni, Lo Romero, Roda golf, Las Ramblas, Villamartin, Campoamor og Las Colinas. Stutt göngufæri í verslanir og veitingastaði. Stutt á fallega strönd.
Allar upplýsingar gefa Aðalheiður Karlsdóttir, löggiltur fasteignasali. adalheidur@spanareignir.is. GSM 893 2495 og
Karl Bernburg, viðskiptafræðingur. karl@spanareignir.is. GSM 777 4277.
Skipulag:Komið er inn í opið rými þar sem er rúmgóð stofa,borðstofa og opið eldhús við borðstofu. Eldhúsið er fallega innréttað og tengist borðstofunni á skemmtilegan máta. Tvö eða þrjú svefnherbergi. Sér baðherbergi inn af einu svefnherberginni og auk þess annað baðherbergi.
Innbyggt kerfi fyrir loftkælingu og hitun.
Íbúðum á neðstu hæð fylgir lítill sér garður við húsið þar sem hægt er að njóta sólarinnar.
Íbúðum á miðhæð fylgja góðar svalir.
Íbúðir á efstu hæð eru með góðum svölumog auk þess er stór sér þakverönd með frábærri sólbaðsaðstöðu.
Fallegur sameiginlegur lokaður sundlaugagarður með góðri aðstöðu og líkamsrækt.
Sérmerkt bílastæði fylgir og auk þess er hægt að fá sérgeymslu í bílakjallara.
Verð miðað við gengi 1Evra=145ISK.
Tvö svefnherbergi og tvö baðherbergi. Verð frá 299.000 Evrum (ISK 43.300.000) + 10% skattur og ca. 3% kostn. við kaupin.Á sama stað er líka hægt að fá íbúðir með þremur svefnherbergjum og tveimur baðherbergjum.
Verð frá 329.000 Evrum (ISK 47.700.000) + 10% skattur og ca. 3% kostn. við kaupin.
Tilbúnar til afhendingar í maí 2025 - maí 2026.
Við höfum selt fasteignir á Spáni síðan 2001. Tryggir þekkingu, reynslu og öryggi.Eitt besta loftslag í heimi samkvæmt Alþjóða heilbrigðistofnunni, WHO.
SKOÐUNARFERÐIR:
Við aðstoðum kaupendur við að skipuleggja skoðunarferðir og tökum þátt í kostnaði vegna þeirra, ef af viðskiptum verður.
Sjá nánar um fasteignakaup á Spáni á heimasíðunni okkar:
www.spanareignir.is10% IVA (spænskur söluskattur) af kaupverði eignarinnar. Auk þess má gera ráð fyrir ca. 3% kostnaði vegna stimpilgjalda og annars kostnaðar við kaupin, þ.e. samtals getur kostnaður vegna kaupa á fasteign á Spáni því farið upp í ca. 13%.
Eiginleikar: sameiginlegur sundlaugargarður, þakverönd, sér garður, air con, ný eign, bílastæði, geymsla
Svæði: Costa Blanca, Pilar de la Horadada,