Garðatorg eignamiðlun – Sigurður Tyrfingsson, löggiltur fasteignasali, s. 898 3708
Mjög snyrtilegt og vandað 5 svefnherbergja raðhús á tveimur hæðum, staðsett ofarlega í Urriðaholtinu.
Húsið er bjart, rúmgott og vel skipulagt, hannað og sérsniðið að þörfum fjölskyldufólks.
Tvö sérbílastæði, hleðslustöð og upphituð 12 fm geymsla fyrir framan húsið.
Stærð samkvæmt Þjóðskrá Íslands: 180,6 m² (þar af 12 m² geymsla).
Fasteignamat 2026 verður 145.650.000 kr.
Svansvottað, umhverfisvænt fjölskylduhús.
Frábær staðsetning við skóla, leikskóla, íþróttasvæði, leiksvæði og náttúru Heiðmerkur.
Neðri hæð
Rúmgóð forstofa með fataskáp.
Baðherbergi, flísalagt í hólf og gólf, með walk-in sturtu, gólhiti og handklæðaofn.
Svefnherbergi með fataskáp, útgengi á verönd.
Þvottahús með góðri innréttingu.
Fallegt, rúmgott eldhús með kvartssteinsborðplötum, bakaraofn, innbyggðum ísskáp og uppþvottavél. Innfelld lýsing í lofti.
Stofa og borðstofa í opnu og björtu alrými með útgengi á timburverönd.
Hljóðvistarplötur og innfelld lýsing í lofti. Gólfhiti og ítalskar flísar á gólfum.
Efri hæð
Rúmgott sjónvarpshol með þakglugga sem hleypir inn fallegri birtu.
Þrjú rúmgóð svefnherbergi með fataskápum.
Hjónaherbergi með góðum fataskáp útgengi á svalir, góðri lofthæð og fallegu útsýni.
Baðherbergi með walk-in sturtu og frístandandi baðkari, flísalagt í hólf og gólf. Gólfhiti og handklæðaofn.
Gólfefni á stiga og gólfum efri hæðar eru teppa flísar. Ofnar í herbergjum
Lóð og aðstaða
Upphituð 12 m² geymsla fyrir framan hús.
Hellulögð verönd með snjóbræðslu og heitum potti.
Tvö sérmerkt bílastæði og gestastæði.
Hleðslustöð fylgir.
Bygging og gæði
Húsið er byggt úr krosslímdum timbureiningum (CLT) og loftræst með vélrænni loftræstingu sem tryggir heilnæmt loft og góða orkunýtingu.
Húsið er Svansvottað í samstarfi við Umhverfisstofnun.
Svanurinn er opinbert norrænt umhverfismerki sem tryggir lágmörkuð umhverfisáhrif og heilnæma innivist.
Umhverfi og þjónusta
Frábær staðsetning – alveg við Vinagarð, leiksvæði með fótboltavelli, körfuboltavelli og ærslabelg.
Mjög stutt í Urriðaholtsskóla og aðra þjónustu í hverfinu.
Rólegt og fjölskylduvænt umhverfi með frábærum gönguleiðum og náttúru Heiðmerkur.
Nánari upplýsingar:
Sigurður Tyrfingsson, löggiltur fasteignasali
Sími 898 3708 | Netfang: sigurdur@gardatorg.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna
Stimpilgjald af kaupsamningi – 0,8% af heildarfasteignamati / 1,6% fyrir lögaðila (0,4% við fyrstu kaup einstaklinga).
Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl. – kr. 2.700 af hverju skjali.
Lántökugjald lánastofnunar – samkvæmt gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr. kauptilboð.
Um skoðunarskyldu
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum.
Garðatorg eignamiðlun bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og, ef þurfa þykir, leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.