Laugardagur 10. maí
Fasteignaleitin
Opið hús:14. maí kl 17:00-17:30
Skráð 7. maí 2025
Deila eign
Deila

Flókagata 8

Nýbygging • ParhúsHöfuðborgarsvæðið/Reykjavík/Austurbær-105
194.9 m2
7 Herb.
4 Svefnh.
2 Baðherb.
Verð
169.900.000 kr.
Fermetraverð
871.729 kr./m2
Fasteignamat
123.250.000 kr.
Brunabótamat
84.800.000 kr.
ÞÓ
Þorlákur Ómar Einarsson
Fasteignasali
Byggt 1938
Þvottahús
Bílskúr
Tveir Inng.
Fasteignanúmer
2011999
Húsgerð
Parhús
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
3
Hæðir í íbúð
3
Númer íbúðar
1
Lóðarréttindi
Leigulóð
Inngangur
Tveir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan TORG kynnir: Þriggja hæða, 194,9 fm, mikið endurnýjað parhús með tveimur íbúðum, á góðum stað miðsvæðis í Reykjavík. Gengið er inn á aðal hæð framan við hús og í auka íbúð í kjallara á hlið húss. Allar nánari upplýsingar gefa Þorlákur Ómar Einarsson löggiltur fasteignasali í síma 820-2399 eða netfang thorlakur@fstorg.is og Matthildur Sunna Þorlákdóttir löggiltur fasteignasali í síma 690-4966 eða netfang matthildur@fstorg.is

Eignin Flókagata 8 er skráð sem hér segir hjá Þjóðskrá: Eign 201-1999, birt stærð samtala194.9 fm; Íbúð 168,2 fm og bílskúr 26,9 fm.
Nánari lýsing: Um er að ræða fallegt parhús sem hefur verið mikið endurnýjað að sögn eigenda. Á miðhæð er gengið inn í aðal íbúð, þar er anddyri, stofa og eldhús. Á efri hæð eru þrjú svefnherbergi og baðherbergi. Í kjallara er tveggja herbergja íbúð með innangengt á efri hæðir og sér inngang og einnig sameiginleg aðstaða fyrir þvottavél.
Núverandi eigendur keyptu eignina 2015 og var þá ráðist í breytingar og endurnýjun á  húsinu svo og frágangi á rafmagni í bílskúr ásamt úttekt rafvirkja meistara.  Allar endurnýjanir og breytingar voru undir eftirliti og í umsjón húsasmíðameistara. Framkvæmdir hófust á tveimur efri hæðum haustið 2015 og var að mestu lokið í febrúar 2016, en þá hófust framkvæmdir á neðstu hæð hússins (kjallara) þar sem um algera breytingu og endurnýjun var að ræða, sem skilaði nýrri tveggja herbergja íbúð. Allt gólf var brotið upp og gamlar vatns- og ofnalagnir fjarlægðar, svo og allt rafmagn endurnýjað.  Í gólfið var lagt vatns-gólfhiti og tilheyrandi stýrikerfi.  Nýtt rými var opnað til stækkunnar á íbúðinni þar sem nú er baðherbergi með regn sturtu. 
Rafmagn var endurnýjað í húsinu með nýrri aðaltöflu og svo auka sér töflu og mælum fyrir íbúðirnar tvær sem eru í húsinu (allt á einni fasta tölu).  Dren var grafið meðfram húsinu í garði og vestur-hlið og tengt í frárennsli og frágangur á garði næst húsinu.   Þessum aðalframkvæmdum við húsið var lokið um júlí 2016.
Síðastliðinn vetur var skólplögn frá efra baðherbergi húðuð að innan til viðhalds og sumarið 2021 voru framtröppur brotnar upp og steyptar og gengi frá með hlífðarmúr.
Húsið er í góðu ástandi og innréttingar; svo sem flísalögð baðherbergi í hólf og gólf, gólfefni parket og flísar, hurðarhúnar (Samuel Heath)  og (retrolook) slökkvirofar-dimmerar (Berker) allt í háum gæðaflokki.
Með húsinu fylgir stór einkagarður og svo stór bílskúr með áföstum vinnuskúr með frágengnu rafmagni, vatni og hita og bíður eignin uppá frekari möguleika til stækkunnar eða þróunnar.

Forsendur söluyfirlits: 
Söluyfirlit er samið af fasteignasala í samræmi við ákvæði laga nr. 70/2015. Þær upplýsingar sem fram koma í söluyfirliti þessu eru sóttar í opinberar skrár, til seljanda sjálfs og eftir atvikum til húsfélags. Seljandi veitir upplýsingar um eign í samræmi við upplýsingaskyldu laga um fasteignakaup nr. 40/2002. Fasteignasali sannreynir að þær upplýsingar séu réttar með sjónskoðun á eigninni. Fasteignasali getur ekki fullyrt um ástand og eiginleika þeirra hluta fasteigna sem ekki eru aðgengilegir og sjást ekki berum augum, t.d. lagnir, dren, skólp og þak. 

Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:
Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.Þinglýsingargjald hvers skjals er kr. 2.700,- .Lántökugjald lánastofnunar skv. gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá. Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamati, þegar það er lagt á. 

TORG fasteignasala bendir fasteignakaupendum á ríka skoðunarskyldu kaupenda sem kveðið er á í lögum um fasteignakaup nr.40/2002. Skorað er á kaupendur að kynna sér vandlega ástand fasteigna og nýta til þess aðstoð sérfræðinga.  Sömuleiðis er bent á upplýsingaskyldu seljanda samanber 26.gr. Laga nr.40/2002 um fasteignakaup og 25.gr. laga nr.26/1994 um fjöleignarhús. Seljanda er bent á að kynna sér tilvitnaðar lagagreinar.
eignarhús. 
 
DagsetningFasteignamatKaupverðStærðFermetraverðNothæfur samningur
15/09/201545.100.000 kr.56.440.000 kr.194.9 m2289.584 kr.
Byggt á upplýsingum úr Þjóðskrá Íslands frá 2006-2025
Byggt 2015
26.9 m2
Fasteignanúmer
2011999
Byggingarefni
Steypt
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
0 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
0 kr.
Brunabótamat
11.750.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging

Sambærilegar eignir

Skoða eignina Laugavegur 168 (410)
Bílastæði
Laugavegur 168 (410)
105 Reykjavík
143.3 m2
Fjölbýlishús
423
1228 þ.kr./m2
176.000.000 kr.
Skoða eignina Laugaborg 401
Opið hús:11. maí kl 12:00-13:00
Skoða eignina Laugaborg 401
Laugaborg 401
105 Reykjavík
143.3 m2
Fjölbýlishús
43
1249 þ.kr./m2
179.000.000 kr.
Skoða eignina Otrateigur 40
Eldhúsið er rúmgott
Skoða eignina Otrateigur 40
Otrateigur 40
105 Reykjavík
213 m2
Raðhús
726
722 þ.kr./m2
153.700.000 kr.
Skoða eignina Skipholt 62
Skoða eignina Skipholt 62
Skipholt 62
105 Reykjavík
211.2 m2
Hæð
423
743 þ.kr./m2
156.900.000 kr.
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin