Valhöll kynnir bjarta og vel skipulagða þriggja herbergja endaíbúð á þriðju og efstu hæð með suður svölum og fallegu útsýni. Íbúðin er skráð 92,9 fm á stærð og þar af er geymsla í kjallara 12,7 fm.
Íbúðin er opin og björt með gluggum á þrjá vegu og þar af einn stóran glugga í stofu með fallegu útsýni til vesturs út á sjó.
Eignin skiptist í forstofu, eldhús, stofu, borðstofu, tvö svefnherbergi, baðherbergi og stóra geymslu í kjallara. Sameiginlegt þvottahús og þurrkherbergi er í kjallaranum.
Fasteignamat ársins 2026 er fyrirhugað 66.750.000 kr.Sjá myndband af eigninniNánari lýsing:Forstofa: með fataskáp og parketi á gólfi.
Eldhús: með hvítri innréttingu, eyju með helluborði og sætaplássi, tvöföldum ísskáp, ofni í vinnuhæð, tengi fyrir uppþvottavél, grantín á borðum og parketi á gólfi.
Stofa / borðstofa: samliggjandi í opnu alrými með eldhúsinu með gluggum í suður og vestur, parketi á gólfi og útgengi á suður svalir.
Baðherbergi: með baðkari með sturtuaðstöðu, innréttingu við vask, opnanlegm glugga, flísum á gólfi og hluta veggja.
Svefnherbergi I: með fataskápum og parketi á gólfi.
Svefnherbergi II: með fataskápum og parketi á gólfi.
Geymsla: 12,7 fm geymsla í kjallara með glugga.
Þvottahús: sameiginlegt í kjallara.
Hjóla- og vagnageymsla: sameiginleg í kjallara.
Endurbætur seinustu ár samkvæmt fyrri eigendum í húsinu:2010 - Neysluvatnslagnir hreinsaðar og fóðraðar.
2013 - Skipt um pappa og járn á þaki og þakkant, þakrennur og niðurföll á svölum.
2014 - Svalagólf máluð. Skipt um síu í lagnageymslunni.
2015 - Ný rafmagnstafla í sameign.
2020 - Skipt um drenlagnir, takkadúk og einangrun (suður og vestur hlið)
2020 - Þvottahús og litli gangur málaður. Epoxy sett á gólf í þvottahúsi. Bílastæði máluð.
2021 - Stigagangur og geymslugangar málaðir og stigagangur teppalagður.
2022 - Hús málað að utan og gaflar á húsi klæddir. Skipt um gler í gluggum fyrir ofan útidyrahurð og hluta af gleri í gluggum í þessari íbúð.
Húsgjöld: Eru í dag 27.695 kr. á mánuði.
Nánari upplýsingar veitir:Snorri Björn Sturluson fasteignasali / lögfræðingur í síma 699-4407 eða í tölvupósti á netfangið snorribs@valholl.is
Gjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna:Stimpilgjald af kaupsamningi sem er hlutfall af fasteignamati. Stimpilgjald er 0,8% fyrir einstaklinga (0,4% við fyrstu kaup m.v. að lágmarki 50% eignarhlut) og 1,6% fyrir lögaðila.
Þinglýsingargjald af kaupsamningi, veðskuldabréfum, veðleyfum o.fl. Þinglýsingargjald er kr. 2.500,- fyrir hvert skjal.
Lántökugjald lánastofnunar. Um lántökugjald vísast í gjaldskrá viðkomandi lánveitanda.
Umsýsluþóknun fasteignasölu skv. gjaldskrá.
Ef um nýbyggingu er að ræða greiðir kaupandi skipulagsgjald, 0,3% af brunabótamáti, þegar það er lagt á.