-Víðáttumikið útsýni yfir að Esju, Akrafjalli og Skarðsheiði
-Stórt og opið alrými
-Suðursvalir
-Sérmerkt stæðiBjört og rúmgóð þriggja herbergja íbúð á þriðju og jafnframt efstu hæð á vinsælum stað í Kópavoginum.
Íbúðin er skráð 88 fm samkvæmt HMS og hefur fengið gott viðhald að innan sem og utan.
-Endurnýjað gólfefni
-Eldhúsinnrétting og bað
-Fataskápar og ofnar
Mjög vel skipulögð eign með rúmgóðu holi sem hægt er að nýta á ýmsa vegu.
-Nýleg rafmagnstafla og raflagnir í íbúð og sameign
-Nýlegt þakjárn
-Endurnýjuð skólplögn
-Gler endurnýjað að hluta og húsið var sprunguviðgert og málað 2016.
Góð eign með marga möguleika.
Íbúðin er tóm og er laus til afhendingar.Nánari upplýsingar veitir:
Ævar Jóhanns Lgf. s: 861-8827 eða aj@palssonfasteignasala.isLýsing eignar:
Forstofa er flísalögð með góðum fataskáp.
Úr forstofu er gengið inn í gott
hol sem tengist við alrými.
Eldhús er með nýlegri innréttingu, góðum raftækjum og góðu útsýni.
Stofan er stór og björt og útgengt er úr henni út á
suðursvalir.
Inn frá stofu er svo rúmgott
rými sem býður upp á ýmsa möguleika.
Hjónaherbergi er rúmgott og bjart með stórum fataskáp.
Barnaherbergi er einnig stórt og bjart.
Baðherbergi er flísalagt í hólf og gólf með hvítum flísum. Snotur vaskinnrétting, baðkar með sturtu, veggskápur, handklæðaofn og upphengt salerni.
Sérgeymsla með glugga er í sameign.
Sameiginlegt þvottahús er í sameign á hæðinni (sér þvottahús fyrir hverja hæð) og er sértengi fyrir þvottavél og þurrkara fyrir hverja íbúð.
Sameiginleg hjóla- og vagnageymsla ásamt stóru sameiginlegu rými.
Sameiginleg lóð að ofanverðu á skjólgóðum stað.
Fjöldi malbikaðra bílastæða norðan megin við húsið og er sérmerkt stæði fyrir íbúðina.
Frábært staðsetning rétt fyrir ofan Nýbýlaveg þar sem stutt er í flest sem í þarf að sækja.
Snælandsskóli og Álfhólsskóli í göngufæri ásamt leikskólum t.d. Fagrabrekku.
Allt sem Fossvogsdalurinn hefur upp á að bjóða - náttúra, útivist og leikvellir fyrir stóra og smáa.
Körfuboltavellir, frisbee golf, tennisvellir, strandblak, leikvellir, aparóla og fleira.
Frábær eign fyrir fjölskyldur.
www.eignavakt.iswww.verdmat.is Góð ráð fyrir kaupendur / seljendurGjöld sem kaupandi þarf að standa straum af vegna kaupanna: 1. Stimpilgjald af kaupsamningi - 0.8% af heildarfasteignamati / 1.6% fyrir lögaðila. (0.4% við fyrstu kaup einstaklinga).
2. Þinglýsingagjald af kaupsamningi, veðskuldabréfi, veðleyfi o.fl.- kr. 2.700 af hverju skjali.
3. Lántökugjald lánastofnunar - samanber gjaldskrá viðkomandi lánastofnunar.
4. Umsýsluþóknun til fasteignasölu, sbr.kauptilboð.
Um skoðunarskyldu:
Í lögum um fasteignakaup nr. 40/2002 er kveðið á um ríka skoðunarskyldu kaupenda á fasteignum. Pálsson fasteignasala bendir væntanlegum kaupendum á að kynna sér vel ástand fasteigna við skoðun og fyrir tilboðsgerð og ef þurfa þykir að leita til sérfræðinga um nánari ástandsskoðun.