Miðvikudagur 1. október
Fasteignaleitin
Opið hús:04. okt. kl 13:30-14:30
Skráð 30. sept. 2025
Deila eign
Deila

Lækjarbraut 4

EinbýlishúsHöfuðborgarsvæðið/Mosfellsbær/Kjós-276
347.2 m2
7 Herb.
5 Svefnh.
3 Baðherb.
Verð
187.900.000 kr.
Fermetraverð
541.187 kr./m2
Fasteignamat
109.750.000 kr.
Brunabótamat
159.350.000 kr.
Mynd af Björn Þorri Viktorsson
Björn Þorri Viktorsson
hrl. og lögg. fasteignasali
Byggt 2004
Þvottahús
Garður
Margir Inng.
Fasteignanúmer
2274374
Húsgerð
Einbýlishús
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
1
Hæðir í húsi
2
Hæðir í íbúð
2
Númer íbúðar
1
Vatnslagnir
Upprunalegar
Raflagnir
Upprunalegar
Frárennslislagnir
Upprunalegar
Gluggar / Gler
Tvöfalt gler
Þak
upphaflegt
Lóðarréttindi
Eignarlóð
Svalir
Sólverönd allan hringinn og heitur pottur.
Lóð
100
Upphitun
Hitaveita
Inngangur
Margir inngangar
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
Fasteignasalan Miðborg kynnir eignina Lækjarbraut 4, 276 Kjós, en um er að ræða fallegt einbýli á tveimur hæðum ásamt bílskúr og aukaíbúð, samtals 292 fm., auk aukabyggingar skráð hesthús, 55,2 fm., alls 347,2 fm., á fallegri rúmlega 2,1 ha. (21.000 fm.) eignarlóð austast úr landi Eyrar. Eignin stendur í 4ra húsa skipulögðu svæði, þar sem allar eignir standa á stórum lóðum.  Fallegt útsýni m.a. til Snæfellsjökuls og fjallahringurinn, Akrafjall, Skarðsheiði og áfram austur um.  Húsið skiptist í stóra forstofu/tengibyggingu, innri forstofu, hol, stofur, eldhús, tvö baðherbergi, fjögur svefnherbergi, þvottahús og búr.  Bílskúrinn er 55 fm. og yfir honum er stúdíoíbúð með sérinngangi, forstofu og baðherbergi á neðri hæð, en uppi er opið rými undir súð, með eldhúsi í öðrum endanum.  Mikið gróin og falleg lóð með stórum flötum, veröndum með heitum potti og fjölda trátegunda.

Nánari lýsing íbúðarhúss.  Komið er á stóra (25-30 fm.) físalagða forstofu/tengibyggingu með fataskáp og tveimur útihurðum.  Af henni er bæði gengt í innri forstofu og þvottahús, en einnig á baklóð.  Flísalögð innri forstofa.  Holið er flísalagt, opið við stofu, eldhús og borðstofu.  Eldhúsið er stórt, flísalagt með stórri hvítsprautaðri viðarinnréttingu með límtré á vinnuborðum og gleri í hluta efri skápa.  Stór borðkrókur, flísar á milli skápa og lögn fyrir uppþvottavél.  Borðstofan er samliggjandi með útgangi á fallega verönd sem umlykur alla eignina, að undanskildri aðkomuhlið bilskúrsins.  Stofan er samliggjandi, flísalögð og björt.  Baðherbergið er flísalagt, með sturtuklefa, innréttingu og glugga.  Rúmgott herbergi (opið) er á neðri hæð (hjónaherb. skv. teikningu) með 6x fataskápum.  Þvottahús og búr er flísalagt og með innréttingum.  Gólfhiti á neðri hæð.  Fallegur stigi á efri hæð sem er að hluta undir súð.  Þar er komið á rúmgott parketlagt hol.  Þrjú stór parketlögð herbergi og flisalagt baðherbergi með innréttingu, hornbaðkari og glugga. Fataherbergi er inn af stærsta herberginu.   Falleg verönd umlykur eignina, heitur pottur, pergólur o.fl. o.fl.

Bílskúrinn er stór og með rúmlega 4ra metra breiðri innkeyrsluhurð, gönguhurð, innréttingu og gluggum á tvær hliðar.  Epoxy á gólfi.

Sérinngangur í stúdioíbúð sem er yfir öllum skúrnum.  Forstofa með fataskáp og baðherbergi á neðri hæð.  Stigi upp og þar er parketlagður salur/studio undir súð, með eldhúsinnréttingu og tækjum í öðrum endanum og gluggum á báðum hliðum.

Hesthúsið hefur aldrei verið innréttað sem slíkt, en er með steyptu gólfi, innkeyrsluhurð, gluggum á hliðum og hurðargati í enda.  Þar er upphitun með affalli og 3ja fasa rafmagn.  Heimilt er að byggja við hesthúsið og stækka það um 130 fm.

Einstök eign á eignarlandi með endalausa möguleika, á fallegum stað í næsta nágrenni við höfuðborgarsvæðið (25 mín akstur).

Nánari upplýsingar veitir Björn Þorri Viktorsson hrl. og lögg. fasteignasali, í síma 894-7070, tölvupóstur bjorn@midborg.is.
Engin gögn fundust fyrir þessa eign
Byggt 2004
55.2 m2
Fasteignanúmer
2274374
Byggingarefni
Timbur
Númer hæðar
01
Númer eignar
01
Húsmat
11.600.000 kr.
Lóðarmat
0 kr.
Fasteignamat samtals
11.600.000 kr.
Brunabótamat
20.900.000 kr.
Matsstig
7 - Fullgerð bygging
GötuheitiPóstnr.m2Verð
270
300
200
Fasteignaleitin
Öflugur fasteignaleitarvefur með einföldu og notendavænu viðmóti sem býður upp á ítarlegar upplýsingar um fasteignir, þróun verðlags og fróðleik um fasteignamarkaðinn.
Hafðu samband
© Copyright 2025 - Fasteignaleitin